Hótanir hótanir...

Skoðum:

Vörn­in

  • Að öll­um mark­miðum Lífs­kjara­samn­ings­ins verði náð fyr­ir haustið.

Hver voru þau aftur?  Eitthvað sem við viljum öll?

  • Seðlabank­inn noti sinn forða til að halda geng­inu stöðugu með gjald­eyr­is­forða eða höft­um. Opið og upp­lýst al­menn­ingi hverj­ir eru að kaupa og selja gjald­eyri á Íslandi.

Illskiljanlegt er hvers vegna gengið féll.  Grunar mig sterklega að það myndi gera illt verra að vera eitthvað að sóa gjaldeyrisforða í að fikta í því.

  • Frysta verði vísi­tölu neyslu­verðs til verðtrygg­ing­ar á lán­um og leigu­samn­ing­um þannig að eign­ir lands­manna og kaup­mátt­ur brenni ekki upp.

Fólk þarf allt að taka sig til og breyta yfir í óverðtryggð lán.  Græða aðeins á lélegri hagstjórn, svona einu sinni.

  • Að tek­in verði ákveðin skref í að af­nema verðtrygg­ingu neyt­endalána.

Það er hægt núna að taka óverðtryggð lán.

  • Að fjár­mála­fyr­ir­tæki og stofn­an­ir skili vaxta­lækk­un­um og lækk­un á banka­skatti til neyt­enda.

Bankarnir eru ríkisfyrirtæki núna...

Svo, bankaskatturinn fór í ríkið.  Þegar bankarnir lækka ekki vexti þegar bankaskatturinn lækkar fer sá peningur í ríkið.

Þessu verður seint breytt.  Sennilega um svipað leiti og Satan býr til snjókall.

  • Bein­ar greiðslur í gegn­um barna­bóta­kerfið og hús­næðisstuðning­ur verði auk­inn.

Það verður gert, að nafninu til.

  • Hækka greiðslur til líf­eyr­isþega og lækka skerðing­ar.

Það eru stórhættulegar hægri-öfga hugmyndir, sem verður erfitt að koma í gegn.

  • Að fast­eigna­gjöld, leik­skóla­gjöld og fæðis­kostnaður skóla­barna verði felld niður hjá for­eldr­um barna sem eru at­vinnu­laus­ir að hluta eða öllu leyti.

Það er sveitarfélaganna að ákveða.

  • Tekju­tengd­ar at­vinnu­leys­is­bæt­ur verði hækkaðar og mögu­leiki að vera á þeim í 6 mánuði eða leng­ur og viðmiðun­ar­tíma­bil varðandi tekj­ur verði út­víkkað.

Ég man eftir þeim.  Þær voru hærri en mánaðarlaunin.  Það var magnað.

  • Stór­auka þjón­ustu og stuðning við at­vinnu­leit­end­ur í mennta- og fræðslu­mál­um og sál­gæslu.

Veit ekki hve mikill hann er nú, eða hvort hans þarf við.

  • All­ur stuðning­ur hins op­in­bera við fyr­ir­tæki verði þeim kvöðum háð að þau vinni ekki gegn sam­fé­lags­leg­um gild­um og hags­mun­um al­menn­ings.

Það er hlutverk ríkisins að vinna gegn gildum og hagsmunum almennings, og ég hef ekki enn frétt af fyrirtæki sem hefur reynt að hasla sér völl á því sviði.

Getiði bent mér á eitt, með dæmum?

Sókn­in

  • Hlut­deild­ar­lán­um verði komið á sem fyrst til að styðja við fyrstu kaup­end­ur og jaðar­setta hópa á hús­næðismarkaði með stór­felldri upp­bygg­ingu á hag­kvæmu hús­næði.

Svoneeins og Sub-prime lánin sem settu hagkerfið á hliðina AD 2008?

  • Auk­in verði stofn­fram­lög í al­menna íbúðakerfið.

Hugsa ég að það geri húsnæðisverð bara hærra.  Fyrsta atriðið á listanum mun hafa sömu áhrif.

  • Opnað fyr­ir inn­göngu í fram­halds- og há­skóla og á lána­mögu­leika og styrki í gegn­um LÍN og verðtrygg­ing náms­lána verði felld niður eða þeim breytt í styrk.

Það væri alveg ágætt ef námslán væru óverðtryggð.  Hitt leyfi ég mér að efast um.

  • Stór­auka og flýta innviðaupp­bygg­ingu sem ríkið þarf hvort sem er að standa und­ir svo sem á aðstöðu við nátt­úruperl­ur á stíg­um og vega­kerfi.

Flas er ekki til fagnaðar.

Og: nátt­úruperl­ur á stíg­um???

  • „All­ir vinna" átakið verði út­víkkað enn frek­ar.

Nánar um það?

  • Fyr­ir­tækjalýðræði verði komið á með lög­um þar sem starfs­fólki er tryggt sæti í stjórn­um fyr­ir­tækja.

Af hverju?  Var hann að lesa Mein Kampf núna?  Þar er ekkert að finna sem okkur vantar.

  • Heild­ar­end­ur­skoðun á skatt­kerf­inu með auk­inn jöfnuð að leiðarljósi.

Þessi krafa er í klárri mótsögn við kröfuna hér að ofan: "Hækka greiðslur til líf­eyr­isþega og lækka skerðing­ar." - Skerðingarnar eru til þess að *AUKA JÖFNUÐ!*

Okkur vantar meiri jöfnuð eins og okkur vantar sníkjudýr í augun.

  • Starfs­mönn­um fyr­ir­tækja verði boðið að taka þau yfir fari þau í þrot.

Ég sé ekki hverju ég væri bættari með gjaldþrota fyrirtæki.

  • (1:) Efla eft­ir­lit með skattaund­an­skot­um og (2:) færslu fjár­muna til af­l­ands­eyja og (3:) að fjár­mun­ir úr skatta­skjól­um verði ekki gjald­geng­ir í ís­lensku hag­kerfi.

1: Það er eftirlit.  Það virkar eins og það virkar.  Meira eftirlit er ekki útgjaldanna virði.

2: Þetta er gert af fleiri en einni ástæðu, og meira eftirlit/fikt í þessu mun hafa aukaverkanir sem verða ekki okkur í hag.

3: hvernig munu þeir vita hvaða peningar það eru?

  • End­ur­skoðun á auðlinda­stefnu þjóðar­inn­ar og tryggja eign­ar­hald al­menn­ings til framtíðar.

Það sem allir eiga, það á enginn.

  • Hefja vinnu við end­ur­skoðun á líf­eyr­is- og al­manna­trygg­inga­kerf­inu og hefja umræðu um óskerta fram­færslu.

... OK.

  • Þjóðarátak í ný­sköp­un með áherslu, hags­muni og vel­ferð launa­fólks og um­hverf­is­mál að leiðarljósi.

Láttu fólk í friði og það mun skapa eitthvað nýtt eftir þörfum.

En það er náttúrlega hægt að hindra fólk með umhverfismálum og/eða eftirliti.  Skattar eru líka sívinsæl og góð leið til að hægja á eða stöðva nýsköpun.

Ekki held ég mig langi í hans byltingu.


mbl.is Hótar annarri búsáhaldabyltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú eyðir miklu púðri í hátíðarfroðu verkalýðselítunnar.

Vagn (IP-tala skráð) 2.5.2020 kl. 00:31

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hafði mikinn tíma aflögu

Ásgrímur Hartmannsson, 2.5.2020 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband