13.000 manns voru alltaf vakandi

„Bara um að gera að vekja fleiri.“

Dream on.

Seg­ir Guðmund­ur að niður­stöður kosn­ing­anna hafi ekki komið sér mikið á óvart. Sér hafi þó tek­ist að beina sjón­um al­menn­ings að mik­il­væg­um mál­efn­um á borð við mik­il­vægi þess að auðlind­irn­ar hald­ist í þjóðar­eigu og að bank­arn­ir verði ekki seld­ir.

Mér sýnist ekki.  33,1% nenntu ekki einu sinni að mæta.  Og ég sé ekki þennan Guðna fara að standa í vegi fyrir neinu sem stjórninni dettur í hug.  Ég hef ekki séð neitt frá honum sem gefur til kynna að hann sé neinn lýðræðissinni.

„Núna verður for­set­inn að standa í lapp­irn­ar, en ég vona að stjórn­völd for­herðist ekki í einka­væðingu og sölu rík­is­eigna.“

Þetta er hans framtíðarspádómur, óviljandi kannski.  En nú hafa stjórnvöld semsagt örugg 4 ár til þess að selja eða gefa einhverjum einkavinum til dæmis Landsvirkjun.

Gengur ekki Orkupakki 4 einmitt út á að hluta hana niður og selja?  Mig minnir það.

Írónían er að mig grunar að flestir hafi kosið Guðna vegna ótta við breytingar.


mbl.is Búinn að vekja 13 þúsund manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband