Íslendingar gætu lært margt á árinu, en gera þeir það?

Ég hef hingað til ekki séð landa mína læra margt, svona almennt.

Munum við læra af algeru hruni í ferðaþjónustu að setja ekki öll eggin í sömu körfuna?

Við lærðum það ekki af fiskeldi, minkabúskap eða stóriðju.  Af hverju ættum við að læra það núna?

Við erum enn ekki búin að læra að ríkið skemmir allt sem það kemur nálægt.  Það blasir við betur og betur á hverju ári, en fólk sér það samt ekki.

Fáeinir einstaklingar hafa lært.  Þeim mun ganga vel.

Þjóðin sem heild fær að súpa seiðið af eigin heimsku.


mbl.is Hvað hafa Íslendingar lært af 2020?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Af öllu þessu sem þú nefnir má allavega læra eitt:

Það á ekki vera leyfilegt að hefja atvinnurekstur sem ekki er síðar hægt að stöðva án þess að kostnaður vegna hans falli á almenning.

Þessu væri einfalt að hrinda í framkvæmd með því að byrja að framfylgja 2. mgr. 64. gr. laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991:

Skuldara, sem er bókhaldsskyldur, er skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta þegar svo er orðið ástatt fyrir honum ... [að hann getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma].

Þetta þýðir til dæmis að ef rekstraraðili þarf að segja upp starfsfólki og getur ekki einu sinni greitt þeim laun á uppsagnarfresti, þá ætti hann strax að gefa reksturinn upp til gjaldþrotaskipta, en ekki fá ríkisstuðning við að standa undir skuldbindingum sínum við launþegana.

Til að hindra undanskot verðmæta úr slíkum rekstri þarf jafnframt að koma á keðjuábyrgð þannig að auðvelt sé að sækja undanskotin í vasa þeirra sem hafa tekið við þeim, svo þeir hafi ekki ávinning af því. Ein leið til þess gæti verið 100% skattur á slíkar eignir (þ.e. eignaupptaka) sem leggist á raunverulegan ávinningshafa óháð skráningu eignarhalds.

Að leggja kostnað á almenning vegna rekstrarerfiðleika einkafyrirtækja, er gróf misnotkun á takmarkaðri ábyrgð hlutafélagaformsins sem byggist á þeim rökum að fjárfestar í atvinnurekstri taki sjálfir áhættuna á því að tapa fjárfestingu sinni ef reksturinn skilar ekki hagnaði.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.7.2020 kl. 19:49

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við getum líka bara tekið upp sænska löggjöf.  Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að 8-9 af hverjum 10 fyrritækjum sem eru stofnuð í Svíþjóð eru enn til eftir 5 ár, en á Íslandi er hlutfallið meira 1/10.

Það er eitthvað mikið að hérna, og það byrjar á "R" og endar á "íkið."

Bara til að benda á þekkt dæmi (hægt að fact checka þetta á vef Isavia), hve stórt hlutfall af flugmiða innanlands rennur í ríkið.  Það er barátta uppávið í stormi að reka hér flugfélag.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.7.2020 kl. 20:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góðir punktar um samanburð við Svíþjóð og takk fyrir þá.

Aðalatriðið finnst mér vera að hindra mistnokun á félagsforminu. Þeir sem   taka áhættu verða að vera tilbúnir að horfast í augu við hana þegar hún verður neikvæð. Annars er þetta bara falskur leikur.

Ísland er að nafninu til á svipuðum stað og önnur Norðurlönd hvað þetta varðar en í framkvæmdinni er Ísland því miður langt eftir á.

Þetta þarf að bæta og það liggja fyrir leiðir til þess.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2020 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband