Baráttan við djöfladýrkandi barnaníðinga

Af málgagni fasista:

Q: "Bannað verður að bendla einstaklinga eða hópa við samsæriskenningar eins og Qanon sem hafa orðið kveikjan að ofbeldisverkum á samfélagsmiðlinum Youtube."

Hvernig fremur maður ofbeldisverk á youtube?

Af hverju hef ég ekkert heyrt af þessu?  Heimildir?

"Þar með fylgir Google, eigandi Youtube, í fótspor samfélagsmiðlanna Facebook og Twitter í að taka á fjarstæðukenndum og hættulegum samsæriskenningum."

Þetta bendir ekki til þess að samsæriskenningarnar séu eins fjarstæðukenndar og okkur er sagt.

Ég meina, ef þetta væri allt tóm lygi, þá fengi þetta að fara út um allt, eins og til dæmis Charlottesville lygasagan.

"Tugir þúsunda myndbanda og hundruð rása sem tengjast Qanon-samsæriskenningunni hafa þegar verið fjarlægð af Youtube á grundvelli núgildandi notendaskilmála, sérstaklega þegar þar koma fram ofbeldishótanir eða afneitun á meiriháttar ofbeldisverkum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar."

 

Hér eru þeir á vís að neita okkur um heimildir, og þvío óbeint að afneita þessum meiriháttar ofbeldisverkum sem þeir tönnlast á.

"Qanon er fjarstæðukennd samsæriskenning sem gengur út á að Donald Trump Bandaríkjaforseti heyi leynilegt stríð gegn alþjóðlegum hring djöfladýrkandi barnaníðinga sem svo vill til að margir pólitískir andstæðingar forsetans að tilheyri. Trúa fylgismenn kenningarinnar því að Trump sé við það að handtaka fjölda fyrirmenna og stjórnmálamanna."

QAnon var með pstein samsæriskenninguna.  Það kom á daginn að það mál var all dagsatt.  Og samsæri.

Nú eru þeir með þá kenningu að alþjóðlegur hringur djöfladýrkandi barnaníðinga sé til.  Og youtube, Twitter og fleiri virðast vera á sama máli.  Og styðja málstað djöfladýrkandi barnaníðinganna.

Af einhverjum ástæðum.

Ég er farinn að sjá starfsmenn vísis fyrir mér sem einhverjar Renfield týpur. 

"Youtube bannar einnig að svonefndri Pizzagate-samsæriskenningu, [...] Sú kenning varð vopnuðum manni tilefni til að fara inn á veitingastað í Washington-borg í Bandaríkjunum til þess að „rannsaka“ hvort að þar leyndist barnaníðshringur og hleypa af skoti úr hríðskotariffli mánuði eftir forsetakosningarnar árið 2016."

*EITT* tilfelli.

"Qanon hefur orðið æ meira áberandi í Bandaríkjunum og í fleiri löndum undanfarin misseri og lýsir nú nokkur hópur frambjóðenda Repúblikanaflokksins í kosningunum í nóvember yfir trúnaði á kenninguna."

Ekki skrítið.  Sjáið bara hvað menn eru æstir í að ritskoða hana. Hvað er málið með það?

"Ýmsir sérfræðingar spyrja sig því hvort að Google grípi ekki of seint í rassinn með aðgerðir sínar nú."

Ég tek nú ekkert mark á einhverjum fasískum hugmyndafræðingum.  Það á ekkert að vera að ritskoða internetið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband