22.10.2020 | 15:55
Þið þekkið hægri-öfgamenn á litnum
Ég var að fylgjast með umræðum í gær, svona með öðru auganu. Þið vitið, þetta með bláa litinn, sem er núna litur lögreglunnar, og þar með kynþáttahyggju. Einhvernvegin.
Þar sem ég er ekki úrkynjaður eins og þeir á Twitter, þá skil ég ekki alveg hvernig það virkar, en ljóst er að blár litur, sérstaklega bláar rendur hljóta að verða mikið tabú á Twitter og annarsstsðar vegna þessarar mögnuðu uppgötvunar.
Að auki frétti ég nokkuð sem ég vissi ekki fyrir: að Type O- væru hinir örgustu kynþáttahatarar, og hefðu þess vegna búið sér til sérstakan kynþáttahaturs fána til þess að auglýsa það:
Glöggir lesendur sjá að þessi fáni er svipaður og Kekistan fáninn:
Kekistan fáninn er einmitt flagg einhverra hægri-öfgamanna á 4Chan.
Af þessu má sjá að grænt er litur hægri-öfgamanna allstaðar. Og "grænt" er framborið "grín" á Ensku, og við vitum öll að úrkynjað fólk hefur ekki skopskyn.
Ljóst má þá vera að græni liturinn hlýtur á líka að vera út af sakramentinu, "Cancelled."
En þetta er ekki búið:
Rauður er litur Repúblikanaflokksins. En þeir hafa staðið fyrir allskyns hægri-öfgum eins og aflagningu þrælahalds, frjálsri skotvopnaeign og ég veit ekki hvað og hvað.
Og við vitum öll að Donald Trump er alltaf í bláum jakka og með rautt bindi.
Og: Donald Trump er appelsínugulur. Svo appelsínugult er ljóslega tabú.
En venjulegt gult er líka tabú, vegna þess að ekki bara er það litur hægri-öfga fimleikahreyfingarinnar Falun Gong:
heldur er það líka einkennislitur hægri-öfga drykkjusamtakanna "Proud Boys:"
Lógo Proud Boys.
Svo þar hafiði það.
Núna ef þið sjáið einhvern sem er í einhverju bláu, grænu, rauðu, gulu eða appelsínugulu, eða bara öllu þessu samtímis, þá er augljóst að sá hinn sami er argasti hægri-öfgamaður.
Hérna: Type O neg:
Það er alkunna, að ef leftisti hlustar of mikið á Type O negative, þá hendir hann rauða hverinu sínu, brennir Che-Guevara bolinn, hættir að vera pedófíll og fer að trúa því að 2+2=4.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.