Hvers vegna er Sjálfstæðisflokkurinn ekki með 45-50% fylgi lengur?

25% í síðustu kosningum.  Hvað veldur?

Svarið felst í stefnuskrá þeirra, held ég.  Skoðum:

Hlekkur, ef einhver skyldi vilja fact tékka

*Draga skal úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda

Endurtakið eftir mér: "ekki okkar vandamál."

*Setja þarf stefnu um nýtingu vindorku

Hversvegna á það að vera á könnu ríkisins?  Ef menn vilja dunda sér við þetta sjálfir, þeir um það, ég vil ekki verða rukkaður um svona lagað.

*Fjölga þarf lögreglumönnum í landinu

Þeir ættu að einbeita sér að gæðum, ekki magni.

*RÚV á að fara af auglýsingamarkaði

RÚV á að fara af markaði.  Seljið RÚV.

*Einstaklingar eiga sjálfir að ákveða kyn sitt

Sjálfstæðisflokkurinn getur sagt hvað sem hann vill, en eins og menn eru fæddir, þannig eru þeir.

Gróðurhúsalofttegundir, vindorka, pervertar og RÚV.  Og þetta er bara sumt af því sem þó er skrifað í þeirra stefnuskrá.

Ég er ekki að grafa upp að sem þeir sannanlega hafa gert af sér.  Þessi flokkur er ekki nógu hægri sinnaður til að vera einusinni á miðjunni.  Ef þeir vilja fá aftur þetta gamla 45-50% fylgi þá þurfa þeir að laga það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband