Fjöllum um þetta því þetta er fyndið

Vísir fussar og sveiar yfir Nicki Minaj

Fyrir þá sem ekki vita er Nick Minaj einhver ameríkani með aðgang að Twitter.  Og fræg fyrir eitthvað annað svosem líka.

En hvað um það:

Minaj skrifar: "My cousin in Trinidad won’t get the vaccine cuz his friend got it & became impotent. His testicles became swollen."

Vísir skrifar: "Einn af þeim sem er óhress með Minaj er Terrence Deyalsingh, heilbrigðisráðherra Trínodad og Tóbagó. Ef marka má frétt Reuters er hann ekki ánægður með að hafa þurft að eyða tíma í að leiðrétta Minaj."

Hvernig veit heilbrigðisráðherra Trínodad og Tóbagó allt um eistu þessa ónefnda manns þarna?  Sá hann um að skoða þau?  Eru menn þarna mikið að bera eistun saman?

Ég veit ekki meir, er ekki inní þessum menningarheimi.  En þetta er allt útskýrt:

"Því miður eyddum við mjög miklum tíma í gær í að eltast við þessa röngu staðhæfingu," sagði Deyalsingh."

Illa lýst mér á ef aumingja maðurinn var eltur uppi og gyrtur niður af heilbrigðisráðherra Trínidad & Tóbago til þess að athuga hvort einhver á Twitter hafði rétt fyrir sér.  Skoðaði hann hvort maðurinn var með gyllinæð í leiðnni?

En það er meira: 

Vegna þess að auðvitað.

Hér er skemmtileg samantekt Not The Bee þar sem við getum skoðað hversu vel hinn úrkynjaði Twitter lýður tekur skoðunum þessa ameríska poppara.

Mæli með essu, er kómedíu-gullnáma.

Og hér er Minaj vs Boris:

... á hvað var ég eiginlega að horfa?

Jæja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband