17.7.2022 | 20:21
Íslenska, eins og hún er sögð.
"Það eru ekki komnar mælingar á þetta en við erum ekki að tala um einhverja machete eða eitthvað svoleiðis, segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is um sveðjuna sem að maður klæddur í stunguvesti labbaði með inn á veitingastað í miðbænum rétt eftir miðnætti í nótt.
Machete er enska orðið yfir stóra sveðju..."
Og það batnar:
"Lögreglan segir að þótt að sveðjan hafi ekki verið á stærð við machete-sveðju..."
Sveðjan var á stærð við sveðju. Þetta var svona sveðju sveðja. Hún var í laginu eins og hún sjálf.
"...þá hafi hún samt verið talsvert stærri en hinn hefðbundni hnífur. Þetta er alveg stærra heldur en venjulegur heimilishnífur."
Var þetta sveðja eða ekki?
Gott hefði verið að fá mynd, með einn svona Three Stars eldspýtustokk til samanburðar, eða eitthvað.
Skiftir svosem ekki máli. Vonum að þessi ágæti maður þurfi ekki að nota sveðjuna sína í bráð.
Þetta minnir mig á nafngiftina "La brea tarpits." La brea = tjörupyttur, tar-pit = tjörupyttur, La brea tar-pits = tjörupyttirnir tjörupyttirnir.
Og þetta
Torpenhow Hill = Hæðhæðhæð hæð.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.