23.8.2022 | 15:58
Menn læra ekkert
Dómsmálaráðherra byrjar á að færa mjög góð rök fyrir því að almenningur eigi að vopnast:
"Í þessum aukna vopnaburði og aukinni ógn af skipulagðri glæpastarfsemi, sem er raunveruleg ógn í okkar samfélagi. Ef sú þróun heldur áfram þá leiðir það til samfélags sem við viljum ekki búa í, sem við viljum ekki ala börnin okkar og barnabörnin upp í."
Svo segir hann: "Eins og ég hef ítrekað boðað á þessu ári þá er skotvopnalöggjöfin í endurskoðun hjá okkur. Það eru atriði í henni sem þykir sjálfsagt að horfa til. Almennt þykir okkar skotvopnalöggjöf nokkuð ströng og það er ekki auðvelt aðgengi að því að fá skotvopnaleyfi í samanburði við nágrannlöndin okkar. En þetta er í skoðun og á þingmálaskrá minni fyrir haustið er boðað frumvarp um breytingar á skotvopnalöggjöfinni."
Við erum að búa okkur til fjölmenningarsamfélag, og slík eru alltaf mjög ofbeldisfull - sbr Bretland og Svíþjóð, hinar og þessar borgur í USA osfrv.
Þar sem vopnaburður eykst, dregur úr ofbeldi, (USA) þar sem löglegur vopnaburður minnkar, þar eykst ofbeldið. Sbr Bretland og Svíþjóð, hinar og þessar borgur í USA osfrv.
Bretar hafa ekki einu sinni málfrelsio lengur, svo illa hefur verið traðkað á þeim.
Allar steðreyndir í þessu máli (sem og öðrum,) eru sársaukafulla fyrir venjulegt fólk, svo mjög að það þarf parkódín forte eftir að hafa svo mikið sem heyrt af þeim.
"Lögregla hafði lagt hald á öll skotvopn sem voru skráð á manninn fyrr í sumar..."
Hvernig virkaði það?
Það er hægt að prenta út vopn núna. Eða smíða þau úr rörum, eins og þessi hér að ofan. Og þau eru auðfáanleg í Byko & Húsasmiðijunni. Bretar eru í mestu vandræðum með vopn sem fást í hnífaparadeildinni.
Fólk þarf að vopnast. Það er annaðhvort það, eða það getur verið Darwineitað af krimmum í boði ríkisins.
Það er banvænt að reiða sig á ríkið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.