5.3.2023 | 19:32
Free rider
"Bílaeigendur borga eingöngu fé til ríkisins, ekkert til sveitarfélaganna. Það er búið að sýna fram á að þeir tekjustofnar standa ekki undir utgjöldum rikisins síðustu ár til vegakerfisins."
Myndi standa undir öllu ef það væri notað í það. Ef. En það verður aldrei gert, slíkt er ekki í eðli ríkisins.
Vondur rekstur ríkissjóðs er ekki bíleigendum að kenna.
"Ívilnanir til kaupa á rafmagnsbílum eru síðan kannski um 5-10 milljarðar í viðbót á ári."
Þær ívilnanir ættu að gilda fyrir alla, enda séð mál að venjulegir bílar eru umhverfisvænni, að ég tali nú ekki um hagstæðari fyrir ríkið - minna faærmagn fer út fyrir hvern bensín-bil en fyrir hvern rafbíl.
"Þrír milljarðar er u.þ.b. upphæðin sem fer á hverju ári í að laga skemmdir á slitlagi malbiks á höfuðborgarsvæðinu sem eingöngu má rekja til nagladekkja sem slíta yfirborði gatna um 20-40 falt meira en ónegld vetrardekk, það er um 2000-4000% meira."
Hér fer höfundur með þá þekktu flökkusögu að nagladekk séu mikill skaðvaldur.
Þetta er salt. Það leysir upp malbik. Er vitað, hefur verið vitað lengi, en lygin er lífseig eins og menn vita.
En að fyrirsögninni: "Hættum að niðurgreiða akstur"
Gerum það. Látum hjólreiðamenn sjálfa standa straum af eigin áhugamáli.
Það eru semsagt þessar hjólreiða akreinar, þar sem þeir eiga að vera, fjarri öðrum vegfarendum, svo sem minnst hætta stafi af þeim.
Hvernig?
Jú: setjum númer og GPS sendi í hvert reiðhjól, og fylgjumst svo með því. Þannig væri hægt að rukka þá um kólómetragjald, segjum eitthvað hóflegt, eins og 20kr per klm.
Svo nauðsynlega hljóta þeir að þurfa að borga kolefnisgjald, og það tvöfalt, þar sem þeir gefa frá sér útblástur bæði frammúr og afturúr.
Einnig er vert að setja úrvinnzlugjald á þá, enda liggur eftir hvern og einn þeirra mikið magn latex og plasthlifa sem nauðsynlegar eru, að sögn.
Svo þyrftu þeir að mæta í skoðun einu sinni á ári og borga þar 10.000 kr.
Það er bara sanngjarnt og eðlilegt.
Af hverju eiga vegfarendur sem eiga erindi til vinnu og viðurværis að niðurgreiða áhugamál einhverra sérviturra og hættulegra manna?
Halda þeir að þeir séu einhver príði á götunum? Svo er ekki, og oftast sjá vegfarendur verri endann á þeim, þó ekki sé fremri endinn mikið skárri. Mikil sjónmengun hlýst þannig af umferð hjólreiðamanna, sem er ekki af öðrum vegfarendum, vélknúnum eða kjötknúnum.
Nú hefur fólk kvartað undan minna, eins og td. loftnetum og allskys möstrum, sem þó eru langt utan sjónmáls.
Svo: hættum að niðurgreiða hjólreiðamenn. Þeir hafa verið free riders nógu lengi. Látum þá borga. Það er alveg hægt, með nútíma tækni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.