8.4.2023 | 21:24
Hálaunastörf fyrir gagnslaust fólk
Lætur lítið yfir sér en er merkileg frétt:
"Tinna Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin sem loftslags- og sjálfbærnifræðingur hjá Seðlabanka Íslands en um er að ræða nýja stöðu hjá bankanum."
Það sem gerir þetta áhugavert, er að þarna er verið að ráða manneskju í gjörsamlega gagnslaust starf hjá ríkinu. Á háum launum.
Það þarf til þess enga hæfileika. sbr: "Ásamt því að vera forseti Ungra umhverfissina er Tinna einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins."
Það eina sem þú gerir í þessu djobbi er að sitja, spila kapal, og senda kannski pistil á aðra menn í jafn-gagnslasum embættum, svona ef þér leiðist.
Hvern þekkir þessi dama? Hver er á bakvið ráðninguna? Hvaða bitlingur er þetta?
Spyr ég. Ég veit ekki meir.
Það er mikilvægt að þekkja rétta fólkið í réttu stöðunum, og þá kemst maður í hálaunastörf við að búa til CO2 með lungunum á sér og vinna þvag úr kaffi.
Þetta mætti allt rekja. Segja okkur skattgreiðendunum hverjir eru að búa til atvinnubótavinnu fyrir vini sína og borga þeim svo topp-laun.
Svona lagað sér maður alltaf fyrir meiriháttar hrun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vel mælt Ásgrímur.
Ef við hugsum okkur alla bensín og díselbíla á jörðinni, sjáum við fljótt að bílafloti íslendinga er kannski 0,00000001 prósent af heildinni (jafnvel minna)
En samt á að dæla einhverjum milljörðum í púkkið á örfáum árum !
Ef píratar réðu íslandi í 10 mánuði, tæki hálfa öld að rétta af hallann.
Heimskt stjórnmálafólk er hættulegt landinu, en hættulegra er fólkið sem samþykkir að borga allt þegjandi og hljóðalaust.
Loncexter, 9.4.2023 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.