1.5.2023 | 19:26
Fór á bílasýningu að skoða Toyotur
Reynzluók einhverju sem þeir heimta að nefna "bZ4X". Veit ekki hvaða hugsun býr að baki þeirri nafngift, tel helst líklegt að köttur hafi labbað yfir lyklaborðið, og þeir hafi látið það standa.
Þetta er rafmagns. Það er hærra undir þetta en sýnist.
Rafdrifið, kemst meira en 300 km á hleðzlunni, þannig að ef ú býrð í borginni þá kemstu fram og aftur, alla leið til Akraness og jafnvel út á Selfoss án þess að hafa áhyggjur. Þarf bara að hlaða geymana 2 í viku.
Gengur minna upp á landsbyggðinni, eins og allt svona.
Góður bíll samt, er eins og að aka um á granít-drang. Mjög hastur, en mikil gæða tilfinning. Ég segi að þetta sé eins og Benz, bara til þess að láta blæða úr eyrunum á Benz eigendum.
Verð: allir peningarnir.
Prófaði líka Toyotu Highlander:
Amerískur bíll fyrir amerískt hugsandi menn, sem byrja daginn á að fá sér kaffi, segja "let's go Brandon" eða "FJB" ef þannig liggur á.
Nóg pláss fyrir AR-15 í skottinu, 1911 í hanskahólfinu og Glock í hurða-hólfunum. Það eru glasahaldarar.
Miklu þægilegri bíll en þessi ZX4Jwhatever hér að ofan.
Kannski aðeins minni snerpa - og hann vill urra nokkuð ef maður er eitthvað að gefa honum inn. Það er bara 2.5 vél þarna undir húddinu. Nóg til að hreyfa bílinn.
Það er alveg hægt að fá LandCruiser fyrir minna... en hver gerir það?
Þetta er alveg 6 milljón króna bíll í Ameríku, en kaninn stendur Íslendingum líka framar að þessu leiti, eins í og svo mörgu öðru.
Hvor er með meiri vanvita sem forseta, við eða þeir? Það er kannski þar sem við getum keppt á einhverjum jafnréttisgrunni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Er með eina Toyu sem er ekin eitthvað yfir 300 þ.
Ekkert tölvurugl og vesen í þeim bíl, sem er að verða efirsótt.
Minn kaggi er falur fyrir 1777 þús og eina kippu af bud light !
Loncexter, 2.5.2023 kl. 16:40
Á Daciu. Það eru tölvur, og þær hafa það hlutverk að láta ýmis ljós loga í mælaborðinu.
Annars hafa þær engin áhrif á neitt.
Klassa bíll, þarf ekki annan.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.5.2023 kl. 20:09
Þau eru sniðug þessi ljós sem poppa endalaust upp í nýjum bílum (allavega fyrir þjónustuverkstæðin)
Eitt ljós sem poppar upp í mælaborði, segir manni yfirleitt að nú þurfi að redda 30-90 þús sem fyrst.
Loncexter, 2.5.2023 kl. 22:17
Dacian segir mér að skifta um olíu einu sinni á ári.
Annars eru þau uppá punt.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.5.2023 kl. 15:49
Ja. Held að Dacia sé delicius car.
Loncexter, 3.5.2023 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.