Ríkisstjórnin fyrirhugar gróft brot á mannréttindum

Drög að aðgerðaráætlun til þess að banna fólki að tjá tilfinningar sínar

"Alþingi ályktar að samþykkja eftirfarandi aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn hatursorðræðu..."

Alþingi er á móti tjáningu semsagt.

Og hatur er tilfinning.

Semsagt, Alþingi vill berjast gegn tjáningu tilfinningar.

1: Hér er augljóslega á ferðinni gróft mannréttindabrot, þar sem tjáningarfrelsið er grundvöllur allra annarra mannréttinda.

2: Þetta er líka gróft brot á stjórnarskrá, óviljandi sökum leti eða viljandi sökum illsku, og er hvort tveggja til marks um mikla vanhæfni í starfi.

3: Lögin eru líka brot á Réttarríkinu, því þau eru eins og sérsniðin til þess að vera beitt af handahófi of eftir geðþótta.

"Varið verði 30 millj. kr. samtals til verkefna sem styðja við verkefni gegn hatursorðræðu..."

Við gætum eins skeint okkur með þeim pening.

"Kjörnir fulltrúar og starfsfólk sveitarfélaga hljóti fræðslu á netnámskeiði gegn hatursorðræðu, sbr. aðgerð 3. Markmið aðgerðarinnar verði að auka þekkingu meðal kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélaga gegn hatursorðræðu og stöðu fólks sem er í viðkvæmri stöðu að verða fyrir henni"

Vekur allskyns spurningar.

Hér er líka augljóslega verið að senda kjörna fulltrúa í heilaþvott.  Illa lýst mér á það, nógu eru þeir nú slæmir fyrir.

"Tryggt verði aðgengi skólastjórnenda og kennara á öllum skólastigum, ásamt leiðbeinendum og þjálfurum í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi, að fræðsluefni um hatursorðræðu"

Einnig verða heilaþvegnir kennarar og skólastjórnendur.

"Unnið verði sérhæft fræðsluefni fyrir dómara, ákæruvald og lögreglu þar sem fjallað er um hatursorðræðu og hatursglæpi með það fyrir augum að tryggja betri þekkingu á málaflokknum innan lögreglunnar, hjá ákærendum og dómurum."

Ákæruvald og lögregla fær kennzlu í stjórnarskrárbrotum.

"Boðið verði upp á fræðslu gegn hatursorðræðu fyrir vinnustaði á netnámskeiði"

Heilaþvo skal verkalýðinn.

"Lagt er til að ráðist verði í vitundarvakningarherferð til að ná til sem breiðasta hóps. Öll eiga rétt á að lifa í öruggu samfélagi án þess að eiga á hættu að verða fyrir hatursorðræðu, mismunun eða áreitni vegna kyns, kynþáttar, þjóðernisuppruna, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar o. sv. frv."

Nú er ljóst að barnanauðgarar eru afar jaðarsettur hópur sem má finna fyrir allskyns hatursorðræðu vegna kynhneigðar sinnar.

Hér er ríkið að leggjast í að bjarga þeim mönnum frá aðkasti samborgara sinna, sem vilja síður að börnum sínum sé nauðgað, og sigi í því skyni lögreglunni á téða borgara með það fyrir augnamiði að bjarga barnanauðgurunum svo þeir geti stundað iðju sína óáreittir.

Hvaða slúbberta höfum við eiginlega kosið yfir okkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband