Starship Troopers.

Þetta minnir mig á svolítið: Starship Troopers.

Þessi rauðhærða dama þarna er komin á sama mál og Heinlein, sem hann útskýrir vel í þeirri bók.  Það er akkúrat þetta sem hann var að segja: þú verður að vera til í að lifa með ákvörðunum þínum, þú getur ekki ætlast til þess að aðrir geri það, en þú ekki. Þú verður að geta borið ábyrgð, og vilja það.

Kvikmyndin er nokkuð öðruvísi:

Ég mæli með bókinni, hún er góð, en mjög öðruvísi en kvikmyndin.

Bókin og kvikmyndin borin saman, af manni sem veit ekki hvað orðið "fasisti" þýðir.  Verhoeven veit það svosem ekki heldur.

Ég er ekki viss um að það sé eitthvað brilljant hugmynd að gera kvikmynd uppúr þessari bók sem er mjög trú innihaldinu. Pólitíkin er mjög þétt í henni.

En hvað um það: hún gerist í heimi sem er mjög langt frá því að vera fasískur, menn eiga eignir, og fá að vera í friði með þær, og menn geta gengið í herinn ef þeir kæra sig um það.

Málið er að til þess að fá kosningarétt verða menn að sýna frammá að þeir séu tilbúnir til þess að deyja fyrir það sem þeir kjösa yfir sig.  Nokkuð sem ég efast mjög um að hinn almenni kjósandi á vesturlöndum kæri sig um.

Allir vilja fá að stjórna, en enginn vill bera ábyrgð.  Og það sem verra er: fólk sem getur ekki einu sinni borið ábyrgð fer með völd.

Sem veldur því að samanborið við Starship Troopers er veruleikinn dystópísk trúðaveröld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband