9.9.2023 | 16:39
Hamborgarar og laptop-tölvur
1995 AD kostuðu laptop tölvur ca 150.000 kr.
Þá var hægt að fá hamborgara-tilboð, semsagt, hamborgari, franskar og gos á ~500 kall.
Nú kostar laptop tölva enn ca 150.000, en hamborgar tilboðið er að kosta nálægt 2000 krónum,
Um aldamót kostaði bjór á krana 500 kall, og hamborgari var að fara á 1000 kall, svona ca.
Nú kostar bjórinn 1000-1500.
Þar fáum við að verð á matvöru virðist tvöfaldast á 10 árum eða svo, á meðan verð á laptop-tölvu stendur í stað.
Eða, laptop tölvan verður sífellt ódýrari, ef menn vilja hugsa það þannig.
Eftir 10 ár, eða 2033, þá getum við þannig gert ráð fyrir að bjór muni kosta okkur 2000-3000, og hamborgarinn muni kosta sama, jafnvel meira. Segjum bara 2500-3000.
En laptop-tölva mun enn bara kosta 150.000.
Með þessu áframhaldi, mun hamborgartilboð kosta okkur það sama og laptop-tölva árið 2090. Og það væri jafnvel spurning að láta laptop-tölvu fylgja með hverjum keyptum hamborgara eftir árið 2110 AD.
Ef svo fer fram sem horfir.
Eða keyptu kippu af bjór og tölva fylgir með. Svona eins og Sódóma Reykjavik VHS spólurnar með kók-kippunum í denn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.