Halloween og Halloween II

Halloween er B-mynd síðan 1978.

Framvindan er frekar hæg, þetta gerist í einhverju rólegu úthverfi, og úthverfa-andrúmsloftið AD 1978 skýn alveg í gegn.

Við fylgjumst með einhverju fólki þarna, það er frekar leiðinlegt.  Svo mætir þessi morðingi, og fer að elta þau, sem er nokkuð kómískt.  Allt mjög afslappað.  Það þarf að drekka mikið kaffi til að sofna ekki yfir þessu.

Á sama tíma er þessi geðlæknir, Loomis, að reyna að finna morðingjann.  Hann á allar bestu línurnar í myndinni.  Bara Dnald Pleasance að taka standard Hammer Horror performance á mjög standard B-mynd sem enginn bjóst við að myndi gera neitt annað en að hafa upp í kostnað.

Sjáið þetta úthverfi, svona gat fólk búið fyrir ekkert mikinn pening í denn.  Og sjáið bílana sem liðið á.  Þessi dama þarna mætir á Monte Carlo, sem er osom bíll. Það á enginn osom bíl lengur.

Með: 70ies vibe.
Á móti: þessi ræma er fucking slow.

Sambærileg íslensk kvikmynd: Draugasaga, 1984.  Sú er reyndar betri, á allan hátt.  En whatever...

Halloween II er framhaldið, sem heldur bara áfram þaðan sem frá er horfið.

Þessi kvikmynd er í engu hraðari en fyrri myndin, algert relax-o-vision, svona eins og kvikmynda-útgáfan af Coldplay.

Allt er róandi.  Það er meira að segja köttur þarna sem skýst hátt á loft, sem er jákvætt og skemmtilegt, hann er mjög róandi.  Eins og valium.

Allavega... þessi morðingi lifir einhvernvegin af að vera skotinn 6 sinnum og detta niður af annarri hæð.  Loomis segir marga skrítna hluti, þar sem hann reifar hvernig morðinginn er örugglega ekki mennskur.  Við vitum að hann þolir vel að vera skotinn 6 sinum og detta af annarri hæð, svo Loomis hefur ljóslega nokkuð til síns máls.

Það er svosem alveg hægt að lifa svona af, en maður fer ekkert á röltið á eftir.

Fyrri myndin hafði alveg tilkall til raunsæis, þessi hefur það ekki.

Allt 70ies væbið er búið.  Þetta er bara maður sem var bitinn af geislavikrum snigli, að labba mjög hægt á eftir fólki, á milli þess sem einhver kall í frakka segir einhverjar draugasögur.

Það þarf alveg 8 bjóra og company til þess að gera gott úr þessari vitleysu.  Þeir sem gerðu myndina bjuggust augljóslega ekki við að gera aðra, hvað þá 40 stykki.

Með: Loomis
Á móti: allir aðrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband