15.11.2023 | 14:12
Ríkið stal öllum peningunum úr viðlagasjóði til þess að halda veizlu
Ríkið eyddi öllum peningum viðlagasjóðs í vitleysu
"Það vakti athygli margra að settur yrði sérstakur skattur á fasteignaeigendur í landinu til að fjármagna útgjöld vegna eldgosa og náttúruhamfara. Sérstakur varasjóður er til sem á að nota til slíkra verka og var settur 34 og hálfur milljarður á árinu í þann sjóð. Þegar betur er að gáð er búið að eyða megninu af því fjármagni og aðeins 3,8 milljarðar eftir í sjóðnum. Greitt hafði verið til málefna hælisleitenda og Evrópuráðsfundarins í Hörpu úr þessum neyðarsjóði."
Útlendingar og partý fyrir ríkisbubba.
Þar fór það fyrir lítið.
Ríkinu er alltaf treystandi til þess að klúðra hlutunum.
"Aðspurður um í hvað þeir fjármunir hafi farið sem voru í sjóðnum segir Eyjólfur að það hafi farið
*19,5 milljarðar í launahækkanir,
*ríkisábyrgð vegna stuðningslána sem eru um 200 milljónir
*25 milljónir í samhæfingarteymi vegna stöðu um móttöku flóttafólks.
*ráðstöfun vegna vinnslu fjáraukalagafrumvarpsins þar sem gert er ráð fyrir 6,6 milljarðar fari í málaflokkinn um umsækjendur um alþjóðlega vernd.
*Leiðtogafundur Evrópuráðsins var einn og hálfur milljarður.
*dómkröfur umfram útgjöld 1400 milljónir,
*endurmat á gengisforsendum eru 1.314 milljónir.
*237 milljónir voru settar vegna riðu í Miðfirði
*embætti ríkislögreglustjóra vegna eldgosa og snjóflóða með 198 milljónir.
*Svo er það Veðurstofa Íslands vegna eldgosa og uppsetningu mæla á Seyðisfirði voru um 55 milljónir."
Partý fyrir einn og hálfan milljarð. Það hefur sko verið partý.
Þetta átti að fara til Grindavíkur, en sorrý... þurfti að halda partý og hækka laun ríkisstarfsmanna. Þeir bora víst ekki í nefið fyrr minna en 600K á mánuði.
Það sem Hamas gerir við þessa 2 milljarða sem við gáfum þeim.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Viðlagasjóður var aflagður, tæmdur og jarðaður 1975.
Sérstakur varasjóður verður til á hverju ári sem á að vera fyrir útgjöldum ríkisins sem eru tímabundin, ófyrirsjáanleg, óhjákvæmileg og ekki er unnt að bregðast við með öðrum hætti og var settur 34 og hálfur milljarður á árinu í þann sjóð. Varasjóðurinn er almennur varasjóður ráðherra fyrir óvæntum útgjöldum ársins en ekki neyðarsjóður.
Vagn (IP-tala skráð) 15.11.2023 kl. 22:51
Og sá sjóður var tæmdur til þess að halda partý fyrir peninginn.
Þú ert að mæla bót fyrir grófum þjófnaði.
Ásgrímur Hartmannsson, 16.11.2023 kl. 13:38
Að borga fyrir veisluhöld eru eitt af hlutverkum sjóðsins og ekki þjófnaður þó engum hafi dottið í hug að bjóða þér.
Vagn (IP-tala skráð) 16.11.2023 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.