4.6.2024 | 13:55
Ritskoðun
Skoðum nú þessa mjö svo skemmtilegu frétt á Vísi.is:
Icelandair misþyrmi íslenskri tungu (sic)
Strax í fyrirsögn fer höfundur fram á að fyrirtæki sem heitir útlensku nafni misþyrmi Íslenskri tungu. Hann segir ekki hvers vegna hann vill að það gerist.
Höldum áfram:
Maríu Helgu Guðmundsdóttur, sem fengist hefur við þýðingar og prófarkalestur, varð beinlínis illt í íslenskunni sinni þegar hún ferðaðist nýverið með Icelandair og fór að skoða afþreyingarkerfi flugfélagsins. (sic)
Höfundur er enginn Dostoyevsky. Þarna notar hann sársaukafullt líkingamál, sem er, svo ég sletti nú, ansi írónískt.
Maríu Helgu rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ekki ein einasta setning sem þar var þýdd stóðst lágmarks skilyrði íslenskunnar. (sic)
Háfleygt orðalag, hálfgerður "Harðjaxlastíll," eins og ég og einn annar maður í veröldinni köllum svona texta.
Svo virðist sem Icelandair sé vargur í véum þegar tungmál Íslendinga er annars vegar. (sic)
... það var og. Hér hefur höfundur náð að hnoða saman heilli setningu með því að nota eingöngu útjaskaða frasa.
María Helga segist hafa starfað við þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og sé því ágætlega vön að finna manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. En sú íslenska sem við blasti var augljóslega ekki runninn undan rifjum manneskju. Og heldur ekki afurð hefbundinna þýðingarvélar. (sic)
Mig grunar að þessi texti, sem minnir mig á "The Eye of Argon" sé nú skrifaður af mannveru.
Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og Fimmtítalshúsfreyju eða leðursteikjuskeiði. (sic)
Ég veit ekki hvað þessi orð þýða, en þau eru frábær.
Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. (sic)
Ósamræmi milli kynja... gervigrein...in, KvK, bullukollur..inn, KK.
Gervigreind skapar í raun ekkert, heldur er þetta líkindareiknir. Sem bent er á seinna:
Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku (eventýralega). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum, segir María Helga sem ritar grein á Vísi um þessa reynslu sína. (sic)
En þetta er ekki allt:
María Helga skorar á öll þau sem umhugað er um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni. (sic)
"Öll þau" er ekki í samræmi við íslenska málvenju. Það er óþarfi að vera raunveruleg ógn við íslenska tungu.
Við tökum þó eftir vélbullinu, og það er létt verk að laga.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.