Að minnsta kosti fimmtungur þýðisins

Þetta er Cass skýrzlan.

Áður en hún kom út, þá sá fólk ekkert athugavert við að gefa börnum þroskaheftandi eitur, til þess að kryppla þau fyrir lífstíð, og skera svo af þein kynfærin.

Cass skýrzlan gefur í skyn að það sé ekkert góð hugmynd, og eftir að hún kom út hefur mikið dregið úr áhuga fólks a að limlesta börn.

Hvers vegna fólk gat ekki bara séð það a priori að það væri slæm hugmynd að kryppla börn fyrir lífstíð segir okkur hverskyns bjánar venjulegt fólk er.

Annað mál sem uplýsir okkur um hverslags skýjaglópar venjulegt fólk er, er allt þetta tal um sjókvíaeldi.

Og reyndar fiskiðnað almennt, ef út í það er farið. 

Samkvæmt háværustu röddum, þá mun sjókvíaeldið vera algerlega ótengt öllu kerfinu á íslandi, þeir sem við það vinna borga engan skatt, né greiða eigendurnir útsvar.

Sama fólk virðist halda að útgerðin eigi engar eignir á landi, og hafi ekkert fólk í vinnu, heldur hafi það bara fé úr hafinu með göldrum, í boði Sjálfstæðisflokksins.

Ég hef talað við fleiri en einn sem gerir sér ekki grein fyrir hvernig vörur berast út í búð.  Fólk sem skilur ekki til hvers vörubílar eru, semsagt.

Svo voru það meðlimir Jæja samtakanna, sem gátu ekki skilið hvers vegna þeir sem vinna við að framleiða brauð fá ekki 100% af söluverði brauðsins í hendurnar.

Þetta fólk gengur um meðal vor.

Fólkið sem heldur að Hvalur HF sé bara sport-útgerð sem er rekin með tapi og þar vinni enginn nema Kristján Loftsson.

Fólkið sem heldur að það geti breytt veðrinu með því að borga hærri skatta.

Fólkið sem heldur að Íslenska ríkið hafi eitthvað með málefni annarra, margfalt fjölmennari landa að gera.

Og það er ekkert langt síðan víkingasveitin var kölluð til vegna manns með ryksugu.

Fólk er ekkert gáfað.  Þessi greindarskortur virðist hrjá að minnsta kosti 20% þýðisins.

Já... ég veit að það fólk gerir sér enga grein fyrir hvað "að minnsta kosti" þýðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Verðugt rannsóknarefni hvort krabbi hafi meira vit en margir.

Rúnar Már Bragason, 12.6.2024 kl. 12:37

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Verst að það er ekki hægt að spyrja krabbann.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.6.2024 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband