ABBA í geimnum, og fleira skemmtilegt

Tæknilega ekki kvikmynd, heldur 3 þátta míní sería.

Greinilega undir miklum áhrifum frá "2001, a space odissey," en líka með skemmtilega vísun í R.U.R.

Þetta eru semsagt sænskir þættir, síðan 1978, með svipað budget og Stundin Okkar.  Samt hágæða efni, eins og hér er bent á:

Tilviljun?  Hver veit?

Veit ekki með Alien, en "Among us" er mjög sus.

Ef menn fíla ekki útgeiminn, á er ein hér jerðtengdari:

Kábojmynd með bíl.  Hve margar kábój myndir eru með bíl?  Ekki margar.  Man samt eftir einni með Jóni væna.  Þar voru allir á Reo Speedwagon, minnir mig.

Þessi Káboj mynd.  Miklu magni eiturlyfja var neytt við gerð þessarar, og niðurstaðan eftir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sýruvestrinn Greaser's Palace er gerð af pabba Robert Downey Jr., Robert Downey Sr., eðlilega. Robert Downey, þá 7 ára, er í myndinni. Netið er alltaf að kenna manni eitthvað nýtt.

Wilhelm Emilsson, 21.8.2024 kl. 06:03

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Greasers palace tekus smá á þolinmæðina.

Ég mæli frekar með þessum ítölsku, þó þeir geti verið mistækir.

Superfly jesú er áhugavert touch.

En já, segir okkur hvernig kvimyndabisnssinn hefur gengið í erfðir.  Ég held að allt settið sem réði lögum og lofum í 30 ár eftir þetta hafi einmitt komist til metorða 1967-1977.

Svo gerist harla fátt nýtt.

Þessi síða er full af svona fánýtum fróðleik: https://badmovies.org/

Ásgrímur Hartmannsson, 21.8.2024 kl. 20:35

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Góðar pælingar. Ég horfði á Greaser Palace. Hún reynir stundum á þolinmæðina, vissulega, en ég hafði samt gaman af, því vestrar í öllum stærðum og gerðum heilla mig og líka hugvíkkandi hippamenningin (counterculture) sem myndin endurspeglar. 

Wilhelm Emilsson, 22.8.2024 kl. 06:34

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svona hippa-týpur mættu fara aftur að gera kvikmyndir.  Finnst alla hugmyndauðgi vanta nú til dags.

Það er helst að japanir séu að taka einhverjar rispur.

Nóg til af gömlum ítölskum ræmum.  Þær leyna á sér stundum.  Svo endrum og eins rmabar maður frámmá eina eins og Blindpassasjer.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.8.2024 kl. 17:47

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sammála. Manni finnst oft eins og bíómyndabandrit í dag séu samin af gervigreind, sem er sennilega farið að gerast að hluta. 

Ég tékkaði á Blindpassajer, en ég er svo lélegur í sænsku að ég horfði ekki á alla myndina. En það var mjög hlægilegt að sjá þegar áhöfninni vaknaði og allir buðu góðan dag--allt voða sænskt og kósí. Svona hefði Ridley Scott ekki haft þetta! En mér fannst nú best þegar þú sagðir að budgetið væri svipað og hjá Stundinni okkar, því það er sennilega ekki svo fjarri lagi. 

Wilhelm Emilsson, 22.8.2024 kl. 21:01

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er allt textað - það þarf bara að kveikja á því í spilaranum.

Fattaði það hálftíma inn.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.8.2024 kl. 09:58

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að láta mig vita af því!

Wilhelm Emilsson, 24.8.2024 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband