Taylor Swift er hugsanlega Stórfótur

Hér er ágætur maður að færa fyrir því góð rök að Taylor Swift sé ekki Stórfótur.

En við látum ekki eitthvert youtube-vídjó villa okkur sýn. Höfum í huga að þó það sé á internetinu, þá er það ekki nauðsynlega satt.  Þess vegna getum við ekki útilokað, þrátt fyrir þetta annars skemmtilega vídjó, að Taylor Swift sé einmitt Stórfótur.

Frekari sannana er þörf.  Okkur vantar fleiri óskýr myndskeið af Taylor Swift úti í á, uppi á fjalli og inni í skógi.  Svo þarf að bera þau vídjó saman við amsvarandi Stórfóts-vídjó.

Taylor Swift eða Stórfótur?  Ómögulegt að greina af þessu færi.  Við gætum þurft tóndæmi.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband