1.10.2025 | 17:12
Listamannalaun auka enga list
Vekur spurninguna: hve margar íslenskar bækur hefur þú lesið undanfarin 10 ár?
Hmm...
"Hungur" eftir Stefán Mána.
"Sigurerkið" eftir Arnald. Og eitthvað fleira. Man ekki hvað, en allar hinar bækurnar hans heita "Dauðamyrkur" eða "Nálykt" eða... táfýla eða eitthvað. Man ekki.
Gott stöff, en svolítið einsleitt.
Tvær bækur eftir einhvern kauða sem heitir Elí Freysson. Þær voru ágætar. Mæli með. Ekki beint heimsbókmenntirnar, en gaman af þeim. Svona eins og Eragon, nema mögulega skárri.
Hef lesið eina og hálfa eftir þennan Andra. "Draumalandið," sem er svona fantasíuverk um Kárahnjúka. Vel skrifað, sennilega í einni bendi á svona kíló af kóki. Komst hálfa leið inn og nennti svo ekki meira. Og "Lovestar." Sem ég mæli ekki með. Kláraði samt, ekkert betra að gera.
Ekkert af þessu situr mikið eftir. Og því meira sem ríkið borgar fyrir þetta, því slappara verður þetta.
Það er enginn nútíma Ármann KR.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning