22.1.2008 | 22:00
Af hverju fær þetta pakk sér ekki vinnu?
Þá hefði það efni á eigin húsi. Nú, eða þau gætu gist í foreldrahúsum, við mikla gleði foreldranna, sem mér skilst að séu sumir komnir vel á áttræðisaldur.
Þeir eiga ekkert að vera að hlaða undir þessa jólasveina, held ég, þeir uppskera bara meira vesen með því, svona til lengri tíma litið.
![]() |
Tveir staðir koma til greina fyrir nýtt Ungdomshus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Nú hvernig væri þá að haga sér í samræmi við það? Þau láta eins og þau séu útúrdópuð og í mínum augum algjört pakk! Vilja fá allt gefins og eru með heimtufrekju. Eigendur hússins eiga mína samúð.
Daníel (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 00:20
Sammála bara leti. Þetta er ábyggilega allt hasshausar og fyllibyttur.
Sigurður Árnason, 23.1.2008 kl. 01:36
Hvernig hagar maður sér í samræmi við það að vera námsmaður?
Ef að ég byggi í samfélagi sem reist hefur verið úr engu á nokkrum áratugum (sem Ungdomshuset var), þá skipti ekki máli hve margar doktorsgráður ég hefði ef yfirvöld ætluðu að rífa það niður eins og það leggur sig. Ég myndi slást í hóp með mótmælendum og fleygja molotov-kokteilum eins og það væri enginn morgundagur.
Hvenær kallaðist það að láta eins og dópisti að verja heimili sitt?
Atli Freyr Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 10:39
Þeir áttu bara ekkert í þessu húsi, heldur fengu að gista þar af einskærri góðmennsku eða leti eigendanna.
Og þar sem þeir áttu ekkert bygginguna höfðu þeir rétt til að mótmæla þegar það var rifið. Ef þeim var illa við það, hefðu þeir geta keypt kofann. Í danmörku fá menn borgað fyrir að ganga í skólann, sem er ekki eins og hér, þannig að þeir ættu aðhafa haft smá monní milli handanna.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.1.2008 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.