24.1.2008 | 12:05
Ert þú búinn að kolefnisjafna þig?
Það er víst afar mikilvægt, mikið stundað í Sviss. Jamm. Þar gróðursetja þeir tré einu sinni í mánuði til að vega upp á móti koltvísýringi sem þeir gefa frá sér við útöndun.
Að auki gefur fiskveiðifloti Sviss ekki frá sér neinn útblástur.
En hér er samt besta setningin:
Bandaríkjamenn eru í 39. sæti og sitja neðar á listanum en mörg þróunarríki. Þar kemur einkum til slæm stjórnun vistkerfisins, einkum hvað varðar útblástur og viðbrögð við loftslagsbreytingum.
Já. Í öllum öðrum vestrænum löndum er vistkerfinu stjórnað með harðri hendi! Sérstaklega um útblástur. Ekki er mér ljóst hvað þeir meina um útblástur, eða um viðbrögð við loftslagsbreytingum.
Ég persónulega bregst við loftlagsbreytingum með því að stjórna hve mikið gluggarnir eru opnir. Og stundum fer ég í aðeins þykkari peysu.
Ekki það að ykkur varði neitt um það.
Ísland 11. umhverfisvænasta landið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Góður
Jónína Dúadóttir, 24.1.2008 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.