17.2.2008 | 11:38
Fyrir 400 árum...
Eftir 400 ár verða ekki gerðan neinar kvikmyndir um sjóræningja. Núna eru gerðar kvikmyndir um sjóræningja, eins og þeir áttu að hafa verið fyrir 400 árum. Þið vitið, skeggjaðir, með sverð, siglandi skipum með páfagauk á hvorri öxl.
Ea páfagauk á annarri og apa á hinni. Nú og lepp fyrir auga og einn eða tvo staurfætur.
En nú? Sko, ef þú ert tölvuræningi, værir þú kannski til í að fá þér eitthvað dýr, og láta það hanga á þér? Svo geturðu sveiflað þér í ljósakrónum og öskrað þegar löggan kemur í haimsókn: "Þið munið aldrei ná mér lifandi!" áður en þú plaffar á þá með Nerf-byssunni þinni.
Það væri aðeins meira töff, og áhorfendavænna en það sem þú ert nú.
Sjóræningjar herja á Nintendo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Af hverju halda allir moggabloggarar að þeir séu rosalega fyndnir?
Daníel (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 13:32
Við skemmtum okkur, enda fullir lífsgleði, sem við viljum allir breiða út, líka til fílustrumpa eins og þín.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2008 kl. 12:09
Haha, ég sé þetta ljóslifandi fyrir mér. =)
Gummi Valur (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.