Ekkert gaman að búa í Danmörku

Það má ekkert.  Af einhverjum orsökum þá hangir fólk ekki heima hjá sér og spilar tölvuleiki, eða horfir á nágranna, og hefur áhyggjur af því að Harold er dauður aftur.

Nei nei.

Það sér í dagblöðunum mynd af enhverjum fornum trúarleiðtoga, og ákveður að reiðast ofsalega, sér til skemmtunar.

Nokkrum árum seinna mæta nokkrir menn, enn reiðir út af þessum blessuðu myndum, og eru búnir að plotta og æfa út í gegn tilræði við einn af þessum teiknurum.  Einhverja vankanta sér danska lögreglan á þeirri hugmynd, og sendir pjakkana úr landi.

En það má víst ekki - eða réttara sagt, það er ekki til heimild í lögum til þess.  Og þá hefst grjótkastið aftur.

Og af hverju hefur þetta lið ekki vinnu?  Ef það hefði vinnu ætti það kannski pleisteisjon, og gæti ræottað í GTA, en ekki úti á götu.

Einhversstaðar hefur sósíalisminn fokkast upp hjá þeim.  Mig grunar að sósíallinn gæti reyndar verið ástæðan.  Það er eitthvað sem er ekki mjög atvinnu-hvetjandi þarna.  Hvað sem það er, þá þurfa þeir að losna við það.


mbl.is Enn nokkuð um íkveikjur í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég held varla að Al-Jazeera sé vandamálið.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.2.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Maður hefur svo sem heyrt um Íslendinga sem hafa verið ansi ánægðir með danska sósíalinn. Held að þeir hafi hins vegar verið meira í því að þamba bjór og dópa en að kveikja í. Kannski arabakrakkarnir ættu frekar að róa sig með því en að hlaupa um götur og kveikja í ? Þeir yrðu ekki fyrir sómakærum dönskum borgurum á meðan, eða hvað?

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 21:30

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Múslimar mega ekki drekka mjöð.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband