19.2.2008 | 23:03
Ekkert gaman að búa í Wales?
Það er mjög sterk fylgni milli þess að það sé leiðinlegt og ekki vænlegt til uppgangs að búa á svlæðum og sjálfsmorðstíðni þar.
Í Svíþjóð hefur til dæmis alltaf verið há sjálfsmorðtíðni, enda Svíar með afbrigðum leiðinlegir.
Verra var það í Rússlandi, þeir eru frægir fyrir að hafa fundið upp sjálfsmorðsleikinn: Rússneska Rúllettu. Hve gaman getur verið hjá mönnum sem finna upp á slíku?
Á Indlandi eru sjálfsmorð alveg einstaklega algeng. Þar er líka nánast ómögulegt að vinna sig upp úr þeirri stétt sem maður er fæddur í.
Japanir lifa afar gráu lífi í gráum húsum, og eru mjög iðnir við að drepa sig.
Samt eiga Eskimóarnir á Grænlandi víst vinninginn. Ég heyrði af bæ á vestur Grænlandi einusinni, þar sem búa 500 manns. Þar eru alltaf framin 2 sjálfsmorð og eitt morð á hverju ári.
Hvað er svona vonlaust í Suður Wales? Finnið það, losið ykkur við það, og þá lagast þetta. Hverfur aldrei, en minnkar umtalsvert.
![]() |
Sjálfsvíg ungmenna í Wales |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
veistu, ég er bara að kommenta af því að ég nennti ekki að blogga um þessa frétt sjálf. Hinsvegar er ég búin að lesa um þetta mál frá byrjun fjölmiðlaumfjöllunar þess og ég er enn og aftur alveg óendanlega hneyksluð á ómarkvissi og rangri umfjöllun mbl.is! Þessvegna ætla ég að nota tækifærið hjá þér og rausa verulega yfir þessu. Sko,
1. þessi sjálfsmorð hafa ekki átt sér stað á þessu ári einsog kemur fram í fréttinni heldur á síðustu 14 mánuðum.
2. þetta eru ekki allt unglingar heldur ungmenni á aldrinum 15-27 ára, flest 17-20 ára.
3. það voru ekki frændur sem dóu heldur frændsystkyni, fyrst hengdi strákurinn 15 ára gamall sig í Bridgend, frænka hans var í fríi með fjölskyldunni í Kent og þegar hún, tvítug, fékk fréttirnar varð hún voða leið, fór svo á klósettið og kom ekki aftur. Hún hafði hengt sig, í helgarfríi með familíunni. Þau voru voðalega náin og bjuggu mjög nálægt hvort öðru í Bridgend samkvæmt frétt the daily mail.
4. einnig hefði mátt koma fram að Jenny hengdi sig útí skógi. Þessi 17 ungmenni hafa öll hengt sig.
ég hallast ekki að því að þessi sjálfsmorð stafi af þunglyndi, jú, sjálfsmorðstíðnin í Wales er víst mikil en það breytir því ekki að á einu ári hafa 17 ungmenni á mjög ótípískum aldri fyrir sjálfsmorð hengt sig (ótípísk aðferð fyrir þennan aldurshóp - sérstaklega stelpur), sum innan um fjölskylduna og önnur á afviknum stað. Þau tengjast öll einum eða fleirum í hópnum og enginn skilur eftir miða.
Reyndar er það ólýsanlega krípí að fylgjast með fréttum af þessu. Þetta er ekki eðlilegt og mjög asnalegt af lögreglunni og yfirvöldum að rannsaka þetta ekki algjörlega ofaní kjölinn.
halkatla, 20.2.2008 kl. 09:21
Fyrir svona 15 árum kviknaði í fjárhúsi sem afi átti, hét Veðramót, og við það skemmdust nokkrar plöntur sem hann var að rækta, auk annars.
Í fréttum daginn eftir var þetta sumarbústaður við Vegamót, þar sem skemmdust margar plötur.
Þetta er næstum rétt. Næstum. Svona eins og ruggu-hestur er líka hestur.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.2.2008 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.