Ef það er eitt gott hægt að segja um Kastró,

þá er það að hann er eini kommúnistaleiðtoginn sem ég veit um sem hefur ekki myrt mörgþúsund manns á ári allan valdatíma sinn.

Sem er skrýtið.

Allir hinir komma leiðtogarnir láta skjóta fólkið sitt, svelta það eða frysta það til bana, eða þrælka það í hel.  Hvað er það sem veldur að Kastró gerir svo mikið minna af því?

Kannski finnast fjöldagrafirnar eftir að hann er dauður.  Kannski... 


mbl.is Kastró segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Varla heldurðu að fjöldamorðin séu bundin við komma-valdasjúklinga? Þessir hægri eru ekkert skárri. Sláðu t.d. inn á Google "Suharto+1965" eða "East Timor 1975"

Einn skíthæll Breta, hægri drullusokkur Shah í Íran ca 1935 lét baka bakara lifandi vegna verðhækkunar á brauði.  

Hitler hataði komma, lét taka þá af lífi hvar sem til þeirra náðist. Svona má lengi telja. Mig grunar að Kastró hafi verið mildur miðað við það sem hann hefði getað verið. Ég er ekkert að verja kommana, bara benda á að morðæðið er á alla kanta.

Ólafur Þórðarson, 20.2.2008 kl. 01:26

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég held ekkert slíkt.  Tilgangslaus morð á fólki af handahófi hafa bara alltaf einkennt kommana.

Fasistarnir myrða miklu færri að jafnaði, og alltaf ákveðna hópa, á meðan kommarnir virðast taka tilviljunarúrtak.

Svo var Suharto ekki sérlegur hægri maður: rök: hann stóð fyrir uppblásnu og öflugu Ríki, en ekki persónulegu frelsi þegnanna.

Það eru viss mistök að kalla fasistana hægri menn, því þeir eru yfirleitt sósíal-demókratar (Hitler & Mússólíni), eða hernaðarsinnar (allir nema Svíar), því til þess að vera hægri maður þarft þú að vilja lágmarks ríkisafskifti, sem er bara ekkert það sem þessir peyjar standa fyrir, og það opinberlega, og persónulega ábyrgð fyrir eigin lífi, og þá ábyrgð gagnvart samfélaginu og fjölskildunni, ekki ríkinu - en ekki hjarðhegðun.  Hitler og co liðu ekki að neinn skæri sig úr.  Í hægri sinnuðu samfélagi skiftir það ekki máli, heldur er spurningin hvort viðkomandi nennir að vinna eða ekki.

Ástæðan fyrir stuðningi vesturlanda við VINSTRISINNAÐA ofbeldismenn, er að þeir voru allir í því að berjast við aðra tegund af vinstrisinnum.

Þetta er nákvæmlega eins og Samfylkingin hér, og VG.  S er fasistaflokkur, mínus hernaðarhyggjan (væri perfekt ef Björn Bjarna gengi í hana), og VG er gamaldags Marxistaflokkur.  Þessir tveir flokkar geta ekkert starfað saman, því þeir hafa of ólíka stefnu, þó báðir séu langt til vinstri.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.2.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband