Með auknu öryggi verður mun auðveldara að valda tjóni

Ef ég ætlaði mér að vera terroristi, þá þyrfti ég ekki til þess nein sprengiefni.  Ég þyrfti bara svona 20 dularfulla kassa, merkta "sprengja" á því tungumáli sem við á.

Þessum kössum yrði dreyft út um hvippinn og hvappinn, einhversstaðar þar sem þeir eru áberandi, og þar sem aðkoma sprengjusveitarinnar mun teppa samgönguæðar.

Svo kveiki ég í ruslatunnu niðri í bæ.

Nú eru allar samgönguæðar tepptar af lögreglu og sprengjusveit, svo slökkviliðið nær ekki í eldinn fyrr en allt nágrenni öskutunnunnar er fuðrað upp.

Snilldar plott.

Það eina sem þarf eru nokkrir kassar, tússpenni og pakki af eldspítum.  Instant meiriháttar hryðjuverk.


mbl.is Sprenging á sólbaðstofu í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki á Íslandi því gæslan er með sprengjusérfræðinga sem eru í heimsklassa á sínu sviði.

Þeir mundu afgreiða þetta á augabragði.

Sæþór (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Þórunn Eva

já veistu ásgrímur ég held að það sé nokkuð til í þess hjá þér.....

Þórunn Eva , 20.2.2008 kl. 17:05

3 identicon

Að til sé fólk hér sem vill halda þessum skríl í landinu og jafnvel leyfa þeim að byggja hryðjuverkamosku kofa hér!

óli (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 17:20

4 identicon

Hvaða fólki ???

Sæþór (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband