Er hann ekki orðinn svolítið seinn?

Eða er hann kannski að reiða sig á að allir verði orðnir leiðir á hinum öllum þegar kemur að kosningum?

Þeir rölta bara inn í kjörklefann, að velta fyrir sér hvor er verri, og þá sjá þeir nýtt nafn; nafn sem þeir kannast ekki almennilega við: Nader.  "Hver er þessi Nader?  Ekki veit ég það, en hann er ekki eins pirrandi og öll hin.  Held ég kjósi hann." 

Og Nader fær þarna 2-3 atkvæði.


mbl.is Nader ætlar að bjóða sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

seinn? er hann ekki fyrstur? það eru enn forvöl í repú- og demóflokkunum. enn eki vitað hverjir verða í framboði.

Brjánn Guðjónsson, 24.2.2008 kl. 15:04

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

3% atkvæða árið 2000. Og án þess að sjónvarpið eða útvarpið hleypti honum einu sinni að. Af hverju? Af því hann er ekki fyrirtækja-aftaníossari eins og hinir sem eru allir falir. BNA veitti sko ekkert af að fá Nader, hans útgangspunktur er hvað almenningur þarf. Ekki hvaða einkavinir bankastjórar og fyrirtækjastjórnendur heimta. 

Og af hverju er það of seint nema menn haldi að einræði Repúkrata sé eitthvað eðlilegt. Sem það er ekki. Fullt af fólki í fyrrum Sovét héldu líka að kommúnistaflokkurinn væri "eðlilega eini flokkurinn." 

Ólafur Þórðarson, 24.2.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hann á ekki nægan pening til að geta baulað í beinni eins og hinir.  Og pólitík í USA er að því leiti eins og hér á Íslandi, að allir kjósa bara alltaf það sama.

Og ég fæ ekki séð að kaninn yrði neitt betur settur með Nader.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.2.2008 kl. 00:10

4 identicon

Æ, kommon.  Nader veit vel að hann vinnur ekki.  Hann er hugsjónarmaður og prinsippmaður og býður fram til þess að vekja athygli á ákveðnum málefnum.  Tveir vina minna eru Nader menn, og ég held ég myndi kjósa hann ef ég væri Kani.  En hann er of vinstrisinnaður til að eiga einhvern sjéns í Ameríku.

Erna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 02:00

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hann er ekkert eini sjálstæði frambjóðandinn. Ron Paul hefur bara ekki fengið neina umfjöllun.

Villi Asgeirsson, 25.2.2008 kl. 08:19

6 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Ron Paul er eki sjálfstæður frambjóðandi. Hann tók þátt í forvali Repúblikana, var með um 2 - 3 % að mig minnir í flestum fylkjum, en dró sig út úr keppninni eftir "Super Tuesday". Það voru reyndar uppi einhverjir kvittir um að hann færi fram sjálfstætt, enda ekki beint steyptur í sama mót og flestir Repúblikanar, og með ákveðið "hard core" fylgi hjá vissum hópum. Enda eini alvöru frjálslyndi frjálshyggju postullinn sem hefur náð svona langt í pólitíkinni þarna fyrir vestan. En hann lagði ekki í það og lýsti þess í stað yfir fylgi við McCain að mig minnir (samt alls ekki sjúr á því).

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 25.2.2008 kl. 11:00

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það nennir enginn að góna á menn sem fá undir 10% fylgi.  Til hvers?

Ásgrímur Hartmannsson, 25.2.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband