3.3.2008 | 12:36
Rafmögnuð vitleysa
Fann þetta á vísi:
http://www.visir.is/article/20080302/FRETTIR02/80302049
Þetta er bull. Og ég útskýri:
"Það er útbreiddur misskilningur að rafbyssurnar veiti 50 þúsund volta stuð. Þær framleiða að vísu 50 þúsund volta straum. En stuðið sem þær veita þegar þeim er skotið í fólk er mælt í amperum. Og byssurnar veita ekki ekki nema 0.0021 ampera stuð. Venjuleg rafmagnsinnstunga á heimili er 13 amper."
En hvað er það í voltum? Rafmagn ferðast alltaf um í voltum og amperum, svo er notkunin mæld í wöttum. Svo það vantar líka hve mörg wött hvert fórnarlamb fær í sig. Sem skiftir svosem ekkert höfuðmáli.
Ef þú færð EINHVERN rafstraum í þig geturðu verið vis um að þar voru nokkur volt á ferðinni. Og amper. Og Wött. Og það voru sko örugglega Ohm þarna einhversstaðar líka. Viðnám sko.
Að hverjum eru þeir að reyna að ljúga?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Já það er nú það. Rafmagn getur verið mikið skaðlegt. Það getur valdið brunasárum og ruglað ýmsar boðasendingar í líkamanum. Það er víst betra að vera ekki hjartveikur og vera teiseraður.
Ólafur Þórðarson, 3.3.2008 kl. 15:17
Þetta verður svipað og að verða lostinn eldingu. Lítilli eldingu, en eldingu samt.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2008 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.