Þá er það sannað: Hraust fólk er hraustara en fólk sem er ekki hraust!

Sem er náttúrlega bara töff.

Bandarískir vísindamenn hafa komist að því að unglingar sem borða morgunmat að staðaldri séu léttari, borða hollari mat og stunda heilsurækt oftar en jafnaldrar þeirra sem sleppa mikilvægustu máltíð dagsins.

Fuck yeah! 

„Niðurstaða okkar leiddi í ljós að krakkar sem borða morgunmat reglulega, og sér í lagi á hverjum degi, lifa heilbrigðara lífi heilt yfir litið,“ sagði Mark Pereira, sem fór fyrir rannsókninni, í samtali við Reuters.

Þarna er niðurstaða fyrir ykkur. 

„Þau hreyfa sig meira og borða hollari mat. Þau borða minna af fitu og kólesteróli og borða meira af trefjum.“

En af hverju?  Nú er hollur matur oft ódýrari en óhollur - MacDonalds kostar allstaðar meira en hafragrautur.  Og maður þarf ekki að fara úr húsi til að borða hafragraut.  (Veit ég, enda snæði ég hafragraut að jafnaði 2 í viku - forðast MacDonalds, því þar er ekkert ætt annað en sjeik og franskar). 

U.þ.b. 25% bandarískra barna sleppa því að borða morgunmat. Vísindamennirnir benda á að þetta gerist á sama tíma og offita sé að aukast meðal ungs fólks.

Enda ljóst mál að 25% kana fífl.  Fífl!  Hverskonar sjálfspyntingahvöt liggur að baki því að borða ekki morgunmat? 


mbl.is Morgunmaturinn mikilvægur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband