8.3.2008 | 12:17
Enn ein bók á listann
yfir bækur sem ég mun ekki nenna að lesa. Ég er ekki fyrir ævisögur. Og ég veit ekki um neinn núlifandi íslending sem ég hefði áhuga á að lesa meira en 2-3 blaðsíður um.
Ég er ekki að lýsa andúð í henni Viggu, ég bara hef ekki áhuga. Og forsetar? Úúh! Aksjón! Spenna!
Nei. Ævisögur eru ekki fyrir mig. Sérstaklega ekki fólks sem hefur leynt og ljóst ekki gert neitt myndrænt. Tökum sem dæmi Halldór Laxness, sem um hafa verið skrifaðir miklir doðrantar á stærð við ísskápa (týpan með klakavélinni) upp á milljónir blaðsíðna. Hvað gerði hann? Ekkert. Hann var munkur í smá stund, og svo hafði hann nægan tíma til að skrifa allar þessar bækur sem þekja bókahillur sumra. Ég hef þann grun að verk hans séu áhugaverðari en verkið um hann.
Seinasta ævisaga sem ég las var ævisaga Lord Byron. Fátt merkilegt dreif á daga hans. Ekki meira en svo að einhverjir ættingjar hans fengu nokkrar síður til að fylla uppí. Það var áhugavert lið.
Ævisaga Vigdísar haustið 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.