8.3.2008 | 14:32
Þöggun kvenna:
Þar eru stígamótakonur farnar að vera fremstar í flokki.
Hvernig? Jú; hvað kemur upp í hugann þegar þú lest orðið "feministi"? Eitthvað jákvætt? Efa það.
Neituðu klámfé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Bewildering stories Heimsbókmenntir
- Infowars Bannaðir á Facebook því það er of mikið að marka þá
Fyrir siðmenninguna
- Gruppa Company Kalashnikov Þjóðsagnakenndur vopnaframleiðandi
- Siggi Framleiðendur hágæða skotvopna
- Tikka Framleiðendur einfaldra veiðiriffla
- FN Vopn Evrópu
- Joe Rogan spjallar við Donald Trump Joe Rogan spjallar við Donald Trump á youtube
- Russell Brand á Rumble Skoðið þetta, og sjáið hvers vegna brezka ríkið vill þagga niður í honum
Áhugaverðar fréttir
- Hunter Biden E-mail skandall Þetta er ritskoðað á Twitter & Facebook, svo þetta hlýtur að ver rétt.
Skáldsögur
- Error Saga um mann sem týnist illilega í kerfinu (áður útgefið á BwS á ensku)
- Úti að borða með yfirstéttinni Grillveizla framtíðarinnar
- In the Realm of Carnal Horror - hljóðbók Happy Kitten Horror
- Hljóðbók Á ensku
- Þrjátíu & ein nótt Alveg einstaklega góð bók, eftir mig.
- Dagný Besta glæpasaga sem skrifuð hefur verið á Íslensku
- Óhugnaðardalurinn Vísindaskáldsaga sem gerir ráð fyrir því að Reykjavík fari ekki á hausinn í framtíðinni
- Fimm furðusögur smásagnasafn
- Dauðinn úr skel Bók um fólk í sóttkví... útgefin 2019
- Undan Ströndum Portúgal Jarðarför veldur vandræðum
- Í Eldlínunni Glæpasaga á léttu nótunum
- Harðjaxlar í London Merkilegasta og besta bók sem skrifuð hefur verið
- Ævintýri í Loca Lori Eyðimörkinni Allskyns læti í eyðimörk.
Tölvur & Internet
- Netvafrari Einn sá besti í augnablikinu
- Betra stýrikerfi MS njósnar bara um þig, en ekki Linux
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 21
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 382
- Frá upphafi: 480972
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 302
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var að skála við þig í annarsstaðar á síðunni þinni en dró aðeins úr stemmningunni við að lesa þetta komment þitt. Veist þú hvað Stígamótakonur gera yfirhöfuð?
Linda (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 15:20
Þær eru að tala við fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis, meðal annars. Svo taka þær nokkrar blaðsíður úr manúal femínistahópsins alræmda, sem er verri hugmynd. Getur mjög auðveldlega grafið undan öllu öðru sem þær gera, sýnist mér.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.3.2008 kl. 15:39
Þú ættir kannski að spyrja það fólk sem þær vinna með hvort það "grafi undan öllu sem þær gera" að skilgreina kynferðisofbeldi í því samhengi sem þær gera.
Ég er orðin svolítið þreytt á að lesa þessar stöðluðu (nú orðið allavega) hugmyndir um feminísma, yfirleitt skilgreindur af þeim sem ekki nenna að lesa sig til um hann. Að tala um feminista sem einsleitan hóp er eins og að tala um Evrópubúa sem eins fólk. Það sem að feminístar hafa sameiginlegt með hvort öðru er að þær/þeir skilja það að feðraveldið hefur hingað til skilgreint hvernig við sjáum heiminn. Umfram það er feminísmi margþættur, flókinn og litríkur.
Linda (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 16:19
Ég skil vel að þú sért þreytt: Femínistar á íslandi hafa búið til, jafvel ýtt hressilega undir stereótýpuna a sjálfum sér. Engum til hagsbóta. Ég veit, ég hef stúderað þetta mál út og inn. Og feministar á íslandi eru... viðrini.
Verra er að ekki er almennilega hægt að setja fingurinn á hvað feministi er - það eru svo margar útfærzlur. Á íslandi hafa þær dömur valið útgáfu sem vinnur gegn eigin stefnu útávið. Sem er hreinlega ógnvænlegt, því þær eru að skifta sér af hlutum sem þarf að taka á á aðeins fágaðari hátt. Þær ættu að rabba aðeins við Sólveigu Önnu Bóasdóttur, svona til dæmis, eða lesa eitthvað eftir hana (og eins og eina, tvær bækur um atferlisfræði). Þær hefðu gott af því.
Og það versta: þær hafa ekki tekið eftir að Ísland er ekki feðraveldi. Hér fara karlmenn á sjóinn eða í vinnuna eða bara einhvert burt. Við erum alin upp af mæðrum okkar. Hvernig á ég einusinni að byrja að bera virðingu fyrir einhverjum sem lýgur því upp í opið geðið á mér að eitthvað feðraveldi stjórni öllu?
Ástæðan fyrir því að karlmenn opereita öllum opinbera geiranum er að þeir vinna - eins og ég sagði. Sá sem smíðar það, á það. Sem er líklega eins gott, því ef kvenfólk ætlar að stjórna, þá þarf það oftast að fórna börnum, eða minnst barnauppeldi, sem á eftir að enda minna en vel.
Þetta er allt mjög flókið.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.3.2008 kl. 16:38
Og það versta: þær hafa ekki tekið eftir að Ísland er ekki feðraveldi. Hér fara karlmenn á sjóinn eða í vinnuna eða bara einhvert burt. Við erum alin upp af mæðrum okkar. Hvernig á ég einusinni að byrja að bera virðingu fyrir einhverjum sem lýgur því upp í opið geðið á mér að eitthvað feðraveldi stjórni öllu?
Þessi stúdíering þín á feminísma hefur eitthvað farið úrskeiðis. Feðraveldi er ekki á stöðum. Feðraveldi er hvernig við hugsum um heiminn. Þar sem karlmenn hafa í gegn um tíðina ráðið stjórnsýslu, viðskiptum og skilgreiningum í lögum og reglu þá óneitanlega hefur það áhrif á útkomuna.
Og feministar á íslandi eru... viðrini.
Á ég að taka þetta til mín? Ég skilgreini mig sem feminísta, en mínar skoðanir stangast á við marga feminísta hér á landi. Erum við allar viðrini? Skil ekki.
Ástæðan fyrir því að karlmenn opereita öllum opinbera geiranum er að þeir vinna - eins og ég sagði.
Ok konur vinna ekki?
Þú þarft að hugsa þetta aðeins betur.
Linda (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 17:35
Íslenski feministar er bara hópur innan Vinstri Grænna! Forsjárhyggjulið sem allir hlæja að. Og ég er maður sem stið jafnrétti. Enn þetta eru hálfvitar
óli (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 21:02
Feminstar eru konur eins og Kolbrún Halldórsdóttir sem segir að femínsti sé maður eða kona sem trúir því að jafnrétti sé ekki náð. Svo þegar átti að skipa í jafnréttisráð þá vildi hún ekki fá karl, fomann einstæðra feðra í ráðið. Reyndar finnst mér eitt mesta misrétti á íslandi vera það að karlmenn sem skilja við barnsmæður sínar eru upp á náð og miskun þeirra um að fá að sjá börnin sín.
Henni fannst hann ekki eiga sæti í jafnréttisráði þar sem að það væri bara brotið á konum(aðeins konur sem liðu misrétti) og konur ættu að ræða slík mál, ekki karlmenn.
Þetta atvik með hana Kolbúrnu finnst mér vera mjög lýsandi fyrir Íslenskan femínisma. Því miður.......
Bjöggi (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 23:06
"Ok konur vinna ekki?
Þú þarft að hugsa þetta aðeins betur."
Neibb. Bara skilgreina þetta betur. Ég var að hugsa um framleiðzlu. Karlmenn hafa frá því byggð hófst í heiminum alltaf náð í hráefnin. Það er bara spurning um vöðvaafl. Þeir hafa líka fundið upp öll tækin, sem er spurning um áhuga á mekkanískum hlutum.
Þetta er ekki stórt samsæri. Tegundin er bara svona. Það eru undantekningar, því þetta eru raunverulegar lífverur þarna úti, en yfir það heila...
Önnur skilgreining fyrir þig: femínistar á íslandi: háværasti hópurinn, þ.e.a.s rauðsokkur.
Eins og ég sagði, þá er ekki hægt í raun og veru að setja fingurinn á neitt eitt sem einkennir femínista - svona í teoríunni. En hópurinn sem hefur hæst, límir "nei" á fólk og veggi, segir að allt sé nauðgun og konur séu okaðar eins og nautgripir á landinu... það er það sem flestum dettur í hug þegar þeir heyra orðið "feministi."
Þær eiga einna mest sameiginlegt með Catherine MacKinnon, en hún var samt að því mig minnir öllu gáfaðri að fylgjast með. Þetta er hennar fílósófía sem þær eru að breiða út, bara öfgateknari.
(Svo bendi ég bara á pósta hér fyrir ofan: þetta er það sem sumum finnst. Kallaðar forsjárhyggjulið, taktu eftir, og Íslendingar eru mjög fasísk þjóð. Mjög.)
Ásgrímur Hartmannsson, 9.3.2008 kl. 00:19
Ég tek undir með "Lindu" um að mér sýnist þú hafa misskilið hvað hugtakið "feðraveldi" snýst um. Nánari skilgreining er hreinlega "herraveldi" (patrearchy). Þetta svokallaða feðraveldi snýst um það hvernig konum hefur verð stjórnað af karlmönnum í gegnum tíðina og það hefur afleiðingar á þeirra framtíð sem og áhrif í dag. Feðraveldi útskýrir ekki bara þjóðfélagsmynd, heldur skýrir það líka hvaða áhrif þjóðfélagið hefur á konur.
Það má eflaust deila lengi um hversu mikil þessi áhrif eru. Ég gef mig ekki út í það hér.
Að sama skapi finnst mér þú ekki túlka hugtakið "femínisti" á sanngjarnan hátt. Ég get vissulega tekið undir með þér að það eru til öfgafullar hliðar á femínistum. En þú átt að varst að setja alla undir sama hatt. Það eru til alls kyns femínistar.
Það eru til vinstrisinnaðir feministar (kannski eru það þeir sem þú ert að vísa til) og það eru til hægrisinnaðir femínistar (kannski þeir sem þú skammast yfir?). Það eru meira að segja til stjórnleysingjafemínistar (ef til vil varstu að tala um þá)!
Allir femínistar hafa það sammerkt að þeir vilja að konur séu jafngildar körlum. Það er svo gríðarlega einfalt og réttlátt.
----------
Ég er femínisti. Ég vil að konur séu metnar af sínum verðleikum til fulls við karlmenn. Ég er hins vegar ekki sammála öllum aðferðum sem eru notaðar.
Ég er mótafalinn kvótum og sérreglum og því yfirleitt í andstöðu við vinstrisinnaða femínista (sem ég kýs að kalla öfgafemínista). Mér er að öðru leyti svo slétt sama hvort kynið framkvæmir hitt eða þetta, svo fremi sem hlutir eru vel framkvæmdir. En sérreglur og kynjakvóti á ekki uppá pallborðið hjá mér, neitt frekar en um útlendinga, örvhenta eða rauðhærða. Allir eiga a hafa sama rétt.
Það er réttlæti í mínum huga.
Víðir Ragnarsson, 9.3.2008 kl. 00:37
Ég held ekki að orðið feðraveldi eigi fyllilega við á Íslandi. Þegar ég hugsa um það dettur mér í hug Spánn.
Á íslandi eigast við 2 megin stefnur í pólitík, ekki hægri/frjálshyggja vs. Vinstri/forræðishyggja, eins og flestir virðast halda, heldur hægri/lénsveldishyggja vs. vinstri/forræðishyggja vs. vinstri/lénsveldisshyggja. Ég gæti nefnt flokka, en þú hlýtur að finna út úr því.
Feminasistarnir sem hafa sig mest í frammi heyra undir miðflokkinn. Lénsveldi eru svo karl-læg eitthvað. (Samt gekk Victoríu drottningu ágætlega).
(Athugaðu að ég túlka bara þann hóp sem er háværastur og kvimleiðastur - sem er hópurinn sem allir taka eftir: sá hópur sem stuðlar að þöggun með því að framkalla klið. Allt hitt liðið, hina hópana, þá minntist ég á, en get ekki lýst því að A: þeir eru of margir & B: ég þekki þá ekki alla. (Láttu mig ekki þurfa að skrifa þetta í 3 sinn))
Bæði forræðishyggju og lénshyggjuliðið er fylgjandi kvótum. Lénsliðið því þá getur það skapað valdablokk, forræðisliðið því þá er hægt að kúga fólk. Þetta er óháð kyni... þar til kemur að kynjakvótum.
Það er mógun við duglegt kvenfólk! Og ekki bara það, heldur ógn við frjálshyggjuna - sem gæti orsakað fjárhagsmissi. (Sem enginn mun taka eftir.)
Um annað: ég hef skrifað áður: ég veit um hvað ég er að tala. Lestu aftur fyrri pósta.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.3.2008 kl. 01:07
Ég hef ekki lesið bloggið þitt aftur í tímann en ég skal gera það þegar ég gef mér tíma til.
Mér finnst þú samt einfalda um of hugtakið um femínista. Ég er sammála þér um að háværa hópinn og ég geri mér grein fyrir því það þeir háværustu hafa ekki alltaf rétt fyrir sér.
Ég er þeirrar skoðunar að vinstrisinnaðir femínistar (sem ég kýs að kalla öfgafemínista) en þeir hafa einmitt verið háværir hér á mbl.is bloggi, oftar en ekki vinna málstað femínista ógagn, einfaldlega að vegna endalausra umræðu um konur sem fórnarlömb og þar sé hugtakið kona=fórnarlamb (minni máttar) í raun fest í sessi.
Ég mundi fagna umræðu um jafnréttismál á breiðari grunni, þar sem tekið yrði á öllum hliðum, ekki bara út frá fyrirfram skilgreindum markmiðum vinstrisinnaðra femínista.
Víðir Ragnarsson, 9.3.2008 kl. 01:39
Ég er ekki að einfalda neitt. Hættu að halda því fram. Cognitive dissonance svoleiðis liggur í loftinu. Scrollaðu bara upp. Það er best:
Verra er að ekki er almennilega hægt að setja fingurinn á hvað feministi er - það eru svo margar útfærzlur. Á íslandi hafa þær dömur valið útgáfu sem vinnur gegn eigin stefnu útávið. Sem er hreinlega ógnvænlegt, því þær eru að skifta sér af hlutum sem þarf að taka á á aðeins fágaðari hátt. Þær ættu að rabba aðeins við Sólveigu Önnu Bóasdóttur, svona til dæmis, eða lesa eitthvað eftir hana (og eins og eina, tvær bækur um atferlisfræði). Þær hefðu gott af því.
Færzla síðan 8.3 kl: 16:38
Eins og ég sagði, þá er ekki hægt í raun og veru að setja fingurinn á neitt eitt sem einkennir femínista - svona í teoríunni. En hópurinn sem hefur hæst, límir "nei" á fólk og veggi, segir að allt sé nauðgun og konur séu okaðar eins og nautgripir á landinu... það er það sem flestum dettur í hug þegar þeir heyra orðið "feministi."
síðan 00:19
(Athugaðu að ég túlka bara þann hóp sem er háværastur og kvimleiðastur - sem er hópurinn sem allir taka eftir: sá hópur sem stuðlar að þöggun með því að framkalla klið. Allt hitt liðið, hina hópana, þá minntist ég á, en get ekki lýst því að A: þeir eru of margir & B: ég þekki þá ekki alla. (Láttu mig ekki þurfa að skrifa þetta í 3 sinn))
Þarf ég að skrifa þetta aftur? Ég þverneita að katalógera allar gerðir feminista umfram þá vitleysingja sem eru með uppsteit hér á landi. Hef ekki til þess tíma eða nennu.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.3.2008 kl. 02:44
takk fyrir að ná í þetta fyrir okkur Ásgrímur. Ég skil að þegar háværasti hópurinn er sá sem að telst til "öfgahóps" og allt sem að kemur frá þeim er þá stílað sem öfgar, þá getur það litað hvernig almenningur sér heildina, en ég er ekki sátt við að vera kölluð viðrini vegna skoðanna minna.
Ásgrímur, þú útskýrir ástæðu eignarhlutfalls í landinu frá þínu sjónarhorni hér að ofan og það lítur út fyrir að þú sjáir eignarhlutfall og stjórnsýslu í höndum karlmanna sem sjálfssagðan hlut. Þú segir:
Karlmenn hafa frá því byggð hófst í heiminum alltaf náð í hráefnin. Það er bara spurning um vöðvaafl. Þeir hafa líka fundið upp öll tækin, sem er spurning um áhuga á mekkanískum hlutum. Þetta er ekki stórt samsæri. Tegundin er bara svona.
Þetta hljómar svolítið eins og, "við erum bara æðri, deal with it". En þetta er svona týpískt dæmi um hvar feðraveldi leggur áherslu og hún er á mikilvægi framleiðslu. Afhverju voru barnaeignir og uppeldi barna ekki litið svona mikilvægum augum? Ummönnun og framleiðsla kvenna? Sérðu hvað ég meina? Feðraveldið er séð frá þeim sem að réðu, og áherslurnar um hvað væri mikilvægt samkvæmt því. Það sem að konur (mæður) gerðu á sínum tíma var ekki séð sem eins mikilvægur hluti af þjóðfélagsuppbyggingu þó svo að hver manneskja hlýtur að sjá mikilvægi þess að ala og ala upp börn, halda heimili osfvs. Í dag er þetta ennþá svona. Þannig séð eru konur ekki jafnar körlum þó svo að þær eru komnar á atvinnumarkað, einhver prósenta af þeim sé í hálaunuðum og mikilvægum stöðum, þær á alþingi osfvs.
Víðir neglir naglann á höfuðið með skilgreiningunni á feðraveldi (eða herraveldi, sbr patriarchy). Þetta er ekki eitthvað sem að karlmenn gera að gamni sínu. Konur eru jafn mikill hluti af þessu batteríi sem við köllum feðraveldi og þær skilgreina hlutverk sín samkvæmt því og taka þátt í staðalímyndum kvenna.
En ég vil þakka ykkur umræðuna. Alltaf gaman að spjalla við vel hugsandi fólk.
Linda (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 09:13
Ég held að það sé grundvallarmisskilningur varðandi kynjakvóta á Íslandi. Ég held að það sé ekki til sá femínisti sem finnst kynjakvóti vera góð lausn. Ég veit allavega að Katrín Anna, Sóley Tómasdóttir og Kolbrún Haldórsd. (sem margir kalla "öfgafemínista") finnst kynjakvóti vera slæm lausn. Samt vilja þær ekki útiloka kynjakvóta sem hugsanlegar aðgerðir. Þeir sem hafa "lesið lengra en fyrirsagnirnar" skilja hvað þær eiga við. Hinir sem aðeins hafa lesið fyrirsagnir skilja ekkert hvað þær eiga við. Í stað þess þó að kynna sér málið betur telja þeir að fyrirsagnirnar séu fullkominn úrdráttur úr máli þeirra.
manuel (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 10:11
"Þetta hljómar svolítið eins og, "við erum bara æðri, deal with it"."
Þetta átti að hljóma: "svona er þetta bara, deal with it". Systkyn eru ekki fædd jöfn. Fólk er ekki fætt jafnt. Lífverur eru ekki fæddar jafnar. Það er bara þannig.
Réttindi er annað. Það er lagaleg mannasetning sem hægt er að láta ganga jafnt yfir alla - en er það ekki.
"En þetta er svona týpískt dæmi um hvar feðraveldi leggur áherslu og hún er á mikilvægi framleiðslu. Afhverju voru barnaeignir og uppeldi barna ekki litið svona mikilvægum augum?"
Börn eru vissulega framleiðzluvara. Ætlar þú að halda öðru fram?
Hitt er annað, að stórtæk framleiðzla er ástæða þess að við búum í húsum, meðal annars. Sem er mikilvægt.
Sem aftur lýtur að eignarrétti: þú átt jörðina sem þú yrkir. Það var allavega þannig fyrr á öldum. Svo komu höfðingjar í spilið, svo konungar og drottningar og lénsræði tók við. Eignarrétturinn féll þá frá bændunum og fór til lénsherranna, sem olli því að bændurnir nenntu ekki lengur að hámarka afköstin. (Lestu bara Skinner & co. til að sjá hvernig það fúnkerar).
Þá fyrst var farið að traðka almennilega á konum. Mest því þær lágu svo vel við höggi. Þetta er ekki jafn meðvitað fyrirkomulag og fólk virðist halda.
Feudalið er enn við lýði. Skoðaðu bara kvótakerfið sem dæmi um fullkomlega feudalskt system.
"Ummönnun og framleiðsla kvenna? Sérðu hvað ég meina? Feðraveldið er séð frá þeim sem að réðu, og áherslurnar um hvað væri mikilvægt samkvæmt því."
Þeir sem ráða, ráða. Sem gerir fasisma að mjög skerí apparati. Sem kvenfólk sækir mjög fast í að viðhalda, langt umfram karlmenn, þó það muni hindra það í að ná einhvert. (Við þurfum sterkan leiðtoga eins og við þurfum gat á hausinn.)
Fasistar hafa bara náð að leggja undir sig þetta orð, feminismi, því það byrjar á F eða eitthvað. Og því fáum við það sem við höfum: háværa rugludaklla sem vilja leggja allskyns höft á það sem er normal hegðun, vegna þess að það fer eitthvað í taugarnar á þeim.
"Það sem að konur (mæður) gerðu á sínum tíma var ekki séð sem eins mikilvægur hluti af þjóðfélagsuppbyggingu þó svo að hver manneskja hlýtur að sjá mikilvægi þess að ala og ala upp börn, halda heimili osfvs."
Maður sér aldrei hversdagsleikann. Ég held þó að menn hafi vitað að kvenfólk var mikilvægt. Það var t.d. aldrei sent í stríð - þó það séu til sögur, og mynjar. Slíkir hópar entust aldrei lengi, af einhverjum orsökum.
Það sem þú sérð ritað í sögubækur er oftast undur og stórmerki. Hugsaðu þér til dæmis, ef Adolf Hitler hefði aldrei gert innrás í neitt, væri hann þá í bókunum? Ef Ghengis Kahn hefði bara sætt sig við að vera einhver ættbálkahöfðingi? Ef Bretar hefðu bara slappað af heima hjá sér í tíð Victoríu drottningar í stað þess að æða um allan heim og leggja undir sig allt sem ekki gat skotið á móti?
Það eru sagðar draugasögur, morðsögur, sögur af því þegar Jói var tekinn af geimverum, en það er aldrei rætt um það þegar Krakki X afkvæmi foreldra 1 & 2 lærði að tala. Það er eðlilegt.
"Í dag er þetta ennþá svona."
Það finnst mér bara ekkert skrýtið.
"Þannig séð eru konur ekki jafnar körlum þó svo að þær eru komnar á atvinnumarkað, einhver prósenta af þeim sé í hálaunuðum og mikilvægum stöðum, þær á alþingi osfvs."
Ég fæ ekki séð að nokkur sé jafn. Svona í raun. Það er ekkert fengið með luralegum reglum um að jafn fjöldi verði að vera af hvoru allstaðar. Þú nefndir barneignir, svo ég nefni þær aftur: þarf að vera kvenfólk á lager til að taka við á meðan einhver er að eiga?
"Þetta er ekki eitthvað sem að karlmenn gera að gamni sínu. Konur eru jafn mikill hluti af þessu batteríi sem við köllum feðraveldi og þær skilgreina hlutverk sín samkvæmt því og taka þátt í staðalímyndum kvenna."
Þetta eru samantekin ráð! En samt ekki.
"En ég vil þakka ykkur umræðuna. Alltaf gaman að spjalla við vel hugsandi fólk."
Sömuleiðis. Ég bjóst satt að segja við blótsýrðum og óskum um barnleysi.
***
"Samt vilja þær ekki útiloka kynjakvóta sem hugsanlegar aðgerðir."
Sem er svona eins og að vera alfarið á móti dauðarefsingum, en vilja samt líta á þær sem hugsanlega aðgerð. Þær fylgja MacKinnon. MacKinnon er extrímisti, fylgjendur hennar eru aðeins verri, eins og fylgjenda er siður.
Það má bara ekki rétta þeim litla fingur. Þær eru bara þannig týpur.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.3.2008 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.