Hver leigir á 120K?

Það hljóta að vera hópar.  Fólk sem rottar sig saman og skiftir leigunni.  Námsmenn og slíkt.  Ég lenti í feikna veseni út af þessu um árið.  Verðið var að blása út, og herbergi fór á 25-45K eftir stærð.

Mér þótti 65K fyrir 50 fermetra nokkuð mikið, satt að segja, þá.

Svo, annað hvort lækkar leigan, eða húsin verða annaðhvort tóm eða full af námsmönnum sem skifta leigunni.  Ef tóm, þá tapar leigusalinn.  Þá verður hann að lækka leiguna þar til einhver hefur efni á henni.

Svo eru allar þessar nýju íbúðir.  Það er í sjálfu sér enginn skortur á fólki, bara skortur á fólki sem getur greitt uppsett verð.  Sem mun annað hvort leiða til lækkunar á verði eða gjaldþrotum leigusala.  Þá eignast bankarnir þetta allt.


mbl.is Verst er að eiga ekkert „heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eg og kaerastinn minn erum ad leiga 75fm ibud i kop, a 75tus a man.. finst vid sleppa mjog mikid..... skiptum greidslu i helming og helming pluss husaleigubaetur... andskotan dyrt ad leiga sumstadar....

p.s get ekki notad islenska stafi tar sem eg er stodd ut a spani :) barcelona!

Vaka (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Ég er að leigja fjögurra herbergja íbúð á 130 þús, og telst svakalega heppin, á meðan frændi minn og vinkona hans eru að hugsa um að taka þriggja herbergja íbúð á 180 þús, þannig er þetta bara í dag, og einnig það sem spilar inn í að í flestum tilfellum er bara boðið upp á nokkra mánuði upp í ár í leigusamning þannig að öryggi er ekkert og fólk mikið að flytja, ekki alveg boðlegt þegar maður er með börn

Ylfa Lind Gylfadóttir, 9.3.2008 kl. 01:07

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þakkið fyrir að vera tvö.  Þið gætuð þetta ekki öðruvísi - nema vera á frábærustu launum í heimi.

Borgar ekki álverið fyrir austan 320K í byrjunarlaun?  Þá ættuði ca. 200 kall hvort.

Ég þangað á eftir. 

Ásgrímur Hartmannsson, 9.3.2008 kl. 01:09

4 identicon

því miður er 75 þúsund algjört lágmark fyrir íbúð í dag. ég er svo heppinn að deila leigunni með vini mínum sem býr með mér, en íbúðin hefur eitt svefnherbergi auk stofu og samliggjandi svefnherbergis sem ég sef í, án hurðar. þessi íbúð er í miðbænum og var upphaflega sett á 75 þúsund. en í dag eru flest leiguverð tengd vísitölum og leigan hefur hækkað upp í 79 þúsund á 6 mánuðum (er tengd neysluvísitölu, sem betur fer ekki byggingarvísitölu eins og síðasta íbúð sem ég bjó í, en hún hækkaði um meira en 10 þúsund krónur á einu ári). þar fyrir utan er þessi íbúð í hrörlegu timburhúsi sem hefur líklega ekki verið haldið við í áratugi og er í algjörri niðurníslu. mig langar ekki til þess að hugsa til þess í hvernig ástandi raflagnirnar eru í þessu húsi. myndi aldrei búa hérna ef ég væri með börn, þetta er ekki öðru fólki bjóðandi en námsmönnum eins og mér. svona er reykjavík í dag.

þórarinn (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 01:24

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta lækkar ef kreppan segir til sín.  Annars gæti fólk náttúrlega farið að týnast úr landi.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.3.2008 kl. 02:45

6 Smámynd: Johnny Bravo

Verðið pressast upp af því hér er nóg vinna og vel borguð og vextir hafa hækkað.

50m2 íbúð kostar 12milljónir og leigusalinn þarf að borga 80þúsund af láni og svo tryggingar, viðhald og fleira, leigusalar eru ekki neinar góðgerðarstofnanir og verðleggja sig eftir því verði sem hægt er að fá, en ekki undir kostnaði.

Það sem verður á milli miðað við að fólk kaupi íbúð er verðmæta aukningin og það er blóðugt fyrir þann sem ekki kaupir, hækkanir síðustu 14ára eru 350%, 9,5% á ári og ef hækkunin á húsnæði oft hærra en fólk hefur í laun eftir skatt. 

1.500kr á m2 er ekki óeðlilegt verð. 

Johnny Bravo, 9.3.2008 kl. 10:24

7 identicon

Húsaleigumarkaðurinn er hreint helvíti fyrir einstætt fólk og alla aðra líka sem eru á "venjulegum" launum. Ég er einstæð 4 barna móðir og er að leigja á 180 þús + verðtryggingu sem þýðir að leigan er í raun 186 þús. Ég verð að hafa þak yfir höfuðið og þar sem úrvalið á leigumarkaðinum er ekki mikið og ekki getur maður valið íbúð sem hentar manni nákvæmlega, þá verður maður að grípa það sem gefst. Þegar ég var að leita að íbúð var þetta það eina sem ég gat fengið og satt best að segja er þetta ca 3x meira en ég ræð við enda bara ein fyrirvinna á heimilinu og er þetta nærri 100 % af mínum tekjum. Á leigumarkaðinum er ekkert val og ekki hafa allir kost á að redda sér með meðleigendum. Á mínu heimili er endalaus skuldasöfnun í gangi og stefnir hraðbyr í gjaldþrot. Það er svo ekkert hægt að hlaupa aftur út úr svona húsnæði ef manni býðst ódýrara því maður er bundin af 6 mánaða uppsagnarfresti.

 Hér þarf eitthvað að breytast STRAX!... ekki vonandi bráðum, kannski, er verið að skoða málið, o.s.frv. og svo gerist ekki neitt nema endalausar hækkanir.

Inga (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 12:58

8 identicon

Húsaleiga er raunverulega of lág í dag miðað við hvað húsnæði hefur hækkað í verði.

Prófið að reikna út hvað kostar að kaupa og reka 3ja herb. íbúð, t.d. á 24 milljónir ?

Prófið að reikna hvað einhver sem á 24 millj. íbúð skuldlausa selur hana og setur peningana á bankareikning, t.d. verðbréfareikning. Sá aðili væri með um 2,8 millj. í vexti af peningunum. Hvað þarf leigan að vera til að hann fái það sama út úr íbuðarfjárfestingu sinni?

Jóna (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 13:20

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

180K, þá þarftu að borða, sem er minnst 10K, + krakkar sem er sennilega 2000 kall á haus á dag.

Upp með vasareikninn: 430.000 á mánuði eftir skatt. Hvar vinnur þú eiginlega? 

Ásgrímur Hartmannsson, 9.3.2008 kl. 13:21

10 identicon

Svo sannarlega þyrfti ég lámark 430 þús á mánuði í vasann, en því miður hef ég ekkert nálægt þessu. Listinn hjá Lánstraust lengist hratt, hrísgrjón og pasta halda matareikningum niðri og svo er bara ekki farið neitt eða gert neitt allan ársins hring.

Það er svo gaman að vera íslendingur í dag í öllu þessu "góðæri" sem er alltaf verið að segja manni að sé á Íslandi í dag. Jibbíííí

Inga (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 13:53

11 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er góðæri.  Það er góðærið sem veldur því að þú ert rukkuð um 180K.  Vegna þess að einhver þarna úti hefur efni á því.

Háir vextir eru til að halda aftur af góðærinu, því vinstrimenn segja að þessir ríku kallar megi ekki verða ríkari, sem þýðir að þú sem ert ekkert rík þarft að borga aðeins hærri vexti.

Háir skattar valda þér líka búsyfjum, því þú þarft þessi 430K.  En þú þarft að borga skattana til að ríkið hafi efni á að greiða barnabætur til barnafólks, og húsaleigubætur til leygjenda.  Semsagt, það tekur af þér pening til að hafa efni á að borga þér pening.

Ef ekki væru greiddar út allar þessar bætur væri hægt að lækka skattinn um það mikið að þú hefðir meiri pening eftir útgjöld en nú.  

Kaldhæðnislegt, ekki satt? 

* Borðaðu hafragraut.  Hann kostar 90 kr. kílóið og myndi endast mér mánuð ef ég æti hann eingöngu.  Flest næringarefni sem maður þarfnast.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.3.2008 kl. 14:06

12 identicon

Ekki eru allir leigusalar svo slæmir. Ég og maðurinn minn keyptum okkur íbúð í haust, 61 fm2 á 15,7 millj. Við erum bæði námsmenn þannig að við ákváðum að leigja íbúðina út í ár. Með afborgunum og öllum gjöldum + tryggingum + viðhaldi er rekstur íbúðarinnar aðeins yfir 97 þús á mánuði. Við leigðum íbúðina út á 100 þús. Erum við þá einhverjir "glæpamenn" sem erum að reyna að spilla efnahaginum? Nei, við erum að reyna að lifa af án þess að lenda í skuldasúpu!

Maren Rún Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 14:40

13 identicon

Vissulega þarf leigan á húsnæðum sem hafa verið keypt seinastliðin 5 ár að vera svona há. En hvað með húsnæðin sem voru keypt fyrir 20 árum?!?. Þau eru með sömu háu leigu og nýju húsnæðin. Það er verið að kvarta undan þeim okrurum!

K. Bergmann (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 15:08

14 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Þá er ég með eina spurningu til þín K.Bergman

 setjum upp smá dæmi

þú átt 4 herbergja íbúð sem að þú keyptir fyrir 20 árum á 15 millur (bara einhver tala út í loftið og skiptir engu í þessu dæmi)

þú ætlar að leigja íbúðina.

kemur þú til með að leigja honum Ásgrími hana á 70 þús á mánuði vegna þess að það er nóg ?

mundir þú virkilega segja nei við 150 þús  á mánuði ef að þú gætir leigt íbúðina á það ? 

Árni Sigurður Pétursson, 9.3.2008 kl. 20:06

15 identicon

Maren gleymir 10% fjármagnstekjuskatti þannig að hún þarf að borga 7 þús. á mán. með íbúðinni.

Einhver sem keypti íbúð fyrir 20 árum og leigir hana út, liggur með fjármagn í íbúðinni og þarf að ná ávöxtun á því.

Jóna (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband