17.3.2008 | 00:35
Hvað geta verið mörg lík í London?
Lát oss sjá, samkvæmt almanaki þjóðvinafélagsins anno domini 2004, ef ég man rétt, þá eru Bretar 215 sinnum fleiri en við hér. Og á hverju ári er farið að brenna við að lík finnist í íbúð - jafnvel tvisvar á ári. Svo er ekkert tíundað um hve margir rónar andast úti í náttúrunni, eða fíklar inni á salernum, en það mun vera ansi algengt.
Svo, já, á hverjum einum degi gæti lík verið að finna einhversstaðar á Englandi.
Einhver geri tölfræðilega úttekt á þessu, ég nenni því ekki.
Lík fannst við leit að norskum námsmanni í London | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Thad er nu einu sinni svo ad her er um ad ræda unga norska stulku sem fannst myrt i ibud annars einstaklings i London, eftir ad hafa verid saknad i 2 solahringa. Stulkan var namsmadur i London og bjo med 3 vinkonum. Thegar verid er ad leggja mat a frettir og frettagildi, tha er thad nu einu sinni svo ad adstædur sem thessar thykja meiri frettir en thær sem tengjast theim sem sprautadi sig i hel i Hyde Park, - sagt med fullri virdingu fyrir theim olansama.
Sjon (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 08:09
Mér hefði fundist að fyrirsögnin; "Norsk stúlka myrt í Lundúnum" hefði verið meira við hæfi.
Samkvæmt tölfræðilegri rannsókn, sem studd er gögnum frá Háskóla Íslands sem gerð var nýverið, er trúlega lík í íbúð einhvers staðar í London alltaf. Þessi fyrirsögn er þvi varla fréttnæm, ef svo má segja.
Jón Halldór Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 08:27
Líkið er ekkert endilega af þessarri stelpu, það hafa ekki verið borin kennsl á það.
réttlæti (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 10:36
já, þetta er asnaleg fyrirsögn.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.3.2008 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.