Þetta eru náttúrlega allt miklir snillingar

Það var búið að liggja í loftinu í marga mánuði að krónan væri of há.  Þeir sömdu án þess að gera ráð fyrir að hún lækkaði.  Sem þýðir að þeir gerðu ráð fyrir status quo.

Það var vitað á meðan þeir voru að semja að verðbólgan væri yfir 4%.  Sem þýðir að þeir gerðu ráð fyrir status quo, og ekki bara það, heldur að verðbólgan beinlínis frysi.

Ef þeir hefðu gert ráð fyrir bæði mögulegu sigi kríonunnar, þó ekki væri nema bara hægu sigi, og þessari 4% verðbólgu (sem reyndist svo vera meira í líkingu við 8%) þá væri þetta ekki svo slæmt.

En nei!

Af hverju gerir enginn ráð fyrir breytingum?


mbl.is Forsendur samninga að bresta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband