Hvað gera þeir á morgun?

Skattur af bensíni er... ja það er ekki einn skattur af bensíni, það eru ótal tollar og mörg vorugjöld.  Svo er söluskattur á þessu.  Allt þetta er um helmingur af bensínverði.  Sem þýðir að þegar bensín hækkar um 2 krónur er Ríkið að hirða aðra þeirra.

Þeir segja að veggjaldið fari í vegagerð.  það er kjaftæði.  bara lítill hluti af því fer í vegagerð - ef það færi allt í vegagerð væri búið að breyta öllu landinu í samfellt upplýst bílastæði fyrir löngu.

Svo er þetta með lögboðinn hvíldartíma.  Hvernig datt þessum sauðum á þingi að setja lög sem ekki er hægt að fara eftir?  Ja... það er svosem í takt við allt annað sem kemur frá þeim.


mbl.is Bílstjórar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þingið fer sjálft ekki eftir neinum hvíldartíma. Líf eru ekki í bráðri hættu af því. en hversu mörg þingmál eru afgreidd eins og um hraðaspurningar sé að ræða, rétt fyrir sumarfrí eða jólafrí.

Svo á þingið að vera að vinna allt árið. Bara 28-36 virka daga sumarfrí eins og aðrir launþegar.

Þetta er enginn AÐALL sem þarna er. 

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 13:55

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þinghúsið fer ekkert útaf og keyrir yfir fólk þó menn sofni á þingi.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.3.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband