Þegar amma var ung....

Þá fórust að jafnaði eitthvað um 15 manns árlega í sjóslysum, og fólk bara yppti öxlum.

Um hverja helgi fóru fram slagsmál, allstaðar þar sem fólk fór saman, og svo vaknaði fólk daginn eftir í polli af eigin ælu og annarra, tveimur tönnum fátækara og með glóðarauga á báðum, og það var bara í lagi.

Núna...

Núna er stórfrétt um það í blöðunum að einhverjir vegfarendur hafi ekið í rólegheitunum eftir einhverjum vegi, á nútíma farartækjum sem þola vel að vera ekið á 100 km/h eftir malbiki og þá er það stórfrétt, og kemur í blöðunum.

Þessi þjóð... er orðin að svo miklum lúðum.  Fasískum lúðum meira að segja.  Kynslóðin sem hvarf myndi kýla okkur og yfirtaka pleisið ef hún gæti það.

Fasískur lúði?  Það er klifun, held ég. 


mbl.is Hraðakstur á Bæjarbraut í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!

Ragnar (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband