Orðalag...

Áhugavert þetta orðalag.

Breytum þessu í reikningsdæmi:

Það er vara X.  Maður 1 vill kaupa vöru X.  Maður 2 getur reddað manni 1 vöru X fyrir F pening.

Maður 2 kaupir X af manni 3 fyrir F*1/2 peninga, og fer með hana af stað.

Á leiðinni til 1 kemur hópur manna 88 og stelur X.

Ef X er heróín, og hópur 88 er lögreglan, þá er talað um að efnið sé haldlagt, eða gert upptækt, og það er ekki refsivert.

Ef X er kartöfluflögur og 88 er Fjólublá Gengið, þá heitir það þjófnaður, og er refsivert.

Athyglisvert.

Maður 1 verður fyrir alveg sama tjóninu af aðgerðinni, sama hvaða nafni hún nefnist. 


mbl.is Hald lagt á 350 kíló af heróíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband