5.4.2008 | 22:33
Það fer eftir hve mikils virði ræningjarnir telja þau
Kalt mat, bara. Ef ræningjarnir halda að einhver borgi fyrir að fá þau aftur, þá kemur sennilega bréf þess efnis inn um lúgu viðkomandi. Annars fara þau öll í sjóinn.
Þannig gengur þetta fyrir sig: annað hvort er maður með .50 byssu á stefninu, eða það koma ræningjar og drekkja allri áhöfninni.
Þetta er trélíkan af portúgölsku kaupskipi ca. 1600. Takið eftir fallbyssunum? 3 á hvorri hlið. Þær voru ekki upp á punt. Þetta virkar nokkrunvegin svona: þú ert með byssur, sjórænigjarnir sjá það og láta þig í friði. Það verður enginn bardagi, því ræningjarnir vilja varninginn óskemmdan.
Eða: Þú ert ekki með byssur, og sjóræningjarnir ógna þér með eldflaugum, fara um borð, stela öllu steini léttara og annað hvort fara, eða henda þér og öllum öðrum um borð útbyrðis og taka allt skipið.
Ekkert frést af áhöfn snekkju sem sjóræningjar tóku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.