Gömlu dagana gefðu mér....

eða ekki.

Í gamla daga vann fólk hörðum höndum, og baki brotnu, stundum bókstaflega.  Nú situr það á rassinum.

Í gamla daga var fólk ánægt með að fá eitthvað að borða.  Nú hefur fólk val um hvað það vill borða.

Í gamla daga var Ostur.  Í eintölu.  Nú eru Ostar.

Í gamla daga voru fyllerí sem enduðu með ælingum.  Nú er bjór, sem menn geta drukkið á kvöldin eða um helgar, og ekkert endilega svo mikið að endi með gubbi - sem þýðir að þá fitnar fólkið frekar af honum.

Í gamla daga var ekkert víst að kyndingin virkaði.

Í gamla daga þurfti oft að ýta bílnum.  Reyndar, þá var ekkert alltaf bíll.

Í gamla daga var það til marks um velmegun að fitna.  Nú eru fátæklingar, öryrkjar og allskyns svoleiðis pakk feitt líka.

Í gamla daga var flensufaraldur; nú smitast fólk af fitu.

 


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband