7.4.2008 | 21:52
Verðbólgan
Hvenær fór ég seinast í bíó? Man ekki... í fyrra? Mig mynnir það... eða var það á þessu ári? Ég man bara að ég fór á einhverja kúrekamynd, og það kostaði einar 450 krónur inn.
Það var frábær ræma.
Nú hef ég hvorki tíma né nennu.
Kannski Hollívúdd ætti að stemma stigu við hækkuninni með því að búa til ódýrari myndir? Þið sjáið það í hendi ykkar að ef maður ræður fullt af nóboddíum til að leika í henni, þá minnkar kostnaðurinn verulega.
Gerum bara ráð fyrir að písk A-mynd kosti 50-150 millur, US $. Það eru alltaf minnst tveir þekktir leikarar. Þeir fá oft milljón, jafnvel allt að fimm að jafnaði fyrir að mæta. (Ég væri nú alveg til í þá vinnu.) Ef maður ræður Jónas á næsta horni, þá sparar maður auðveldlega 900 - 4.900K. (Við borgum manninum bara almennilega).
Aukaleikarar eru fasti.
Ef myndin er gerð í Slóveníu, þá sparast hellingur - það sem kostar 20 millur í USA kostar 10 Í kanada, 6 í Þýskalandi og 2 í Slóveníu - eða bara einhverju austantjaldslandi (Alien vs. Predator - aukaefni). Þannig geta sparast frá 4-18 milljónum.
Tónlist kostar. (Ýmsar aðrar kvikmyndir, aukaefni) Elvis lag kostar svona 150K (Bubba Ho-Tep, commentary. Kvikmyndin fjallar um Elvis, en inniheldur ekki eitt einasta Elvis lag), en að ráða lagahöfund kostar bara brot af því. Þannig að venjuleg Bruckheimer ræma inniheldur yfirleitt tónlist fyrir minnst milljón $.
Bara það sem ég hef nefnt er sparnaður uppá 5-25 milljónir. Sem færir okkur venjulega Hollívúdd axjón-mynd fyrir 25-125 millur. Mér skilst að allt sem kostar yfir 15 millur fari í bíó, hitt fari beint á leigu. Veit ekki hve rétt það er.
Við sjáum í hendi okkar, að ef peningur er sparaður svona, þá getur kvikmyndaverið selt ræmuna á 1/4 lægra verði en samt grætt 1/4 meira.
Axjón þarf ekkert að kosta ofsalega mikið. Til dæmis kostar hver þáttur af Alarm Fur Cobra 11 í kringum 750.000 evrur - eða milljón $ US. Með öllu. Þeir skjóta vörubílum reglulega hálfa leið til tunglsins í þeim þáttum. Það er mikið bíó.
Annars er þetta bara verðbólga. Svona lítur hún út. Þegar allar vörurnar hafa hækkað, öllum til ama, þá loksins hækka launin, og allt ballið byrjar aftur.
Verð bíómiða að hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.