Og þetta leiðir til þess að leikjatölvan líður undir lok...

Hvernig?

Mér sýnist út frá gefnum upplýsingum að þeim ætti að fjölga.

Sko, það verður að lokum allt í þeim: innbyggur örbylgjuofn, dósa & flöskuupptakari, ísskápur, hvað sem mann vanhagar um.

Vantar bílinn þinn start?  Þá er leikjatölva framtíðarinnar tækið fyrir þig! Hefur lekið af dekkjunum; sama!

Og þegar þarf að grilla hamborgara - sem er nauðsyn öðru hvoru - þá er bara að kveikja á tölvunni og spila Mega-últra-þönder-páer-vattever, og hamborgarinn er til eftir fimm.

Þetta er að verða svo fullkomið að bráðum mun tölvan skynja að þú ert svangur og panta fyrir þig pizzu.

Lokastigið í fullkomnun leikjatölvunnar verður þegar með henni fylgir svona unit sem mætir í vinnuna fyrir þig svo þú þurfir ekki, og getir spilað tölvuleiki allan daginn.

Framtíðin er töff, engin spurning, og vel peninganna virði. 


mbl.is Leikjatölvan að líða undir lok?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband