Þetta minnir mig á atvik í Eyjum:

Einusinni, hér rétt fyrir síðustu aldamót (mér finnst ég svo gamall þegar ég skrifa þetta, svona 1000 ára) þá voru nokkrir svona listapjakkar fengnir til að búa til einhver listaverk í Eyjum.  Þeir gerðu það, og dreyfðu verkum sínum um allar trissur - mörg hver hafa síðan verið eyðilögð, og það er sagan - eða ein af þeim:

Eitt þessara verka var í hlíðinni undir Há, þarna sem Fótboltinn er, og rafbylgju-tíðnisendir-death-ray-hluturinn er á toppnum... hvað um það, þar voru nokkrir hnullungar settir af þessum listamanni, og á þá var klappað eitthvað sem ekki sást nema við nána skoðun.

Svo kom jarðskjálfti, og grjót hrundi úr fjöllum og valt um allt.

Bæjarstarfsmenn voru sendir af stað til að hreinsa það upp, og voru í einhverjum tilfellum notaðar vinnuvélar, enda grjótin sum hver mörg hundruð kíló.

Eftir að þrif höfðu að mestu farið fram tók einhver listunnandinn eftir því að eitt verkið var horfið: verkið við fótboltann.  Böndin bárust strax að bæjarstarfsmönnum - augljóslega, þar sem þeir höfðu verið við þrif eftir hrunið.

Þeir viðurkenndu fúslega að hafa verið þar að verki, og svöruðu því til, að "þeir þekktu nú ekki muninn á listrænu grjóti og ó-listrænu."

Það er fjör í Eyjum. 


mbl.is Listkýr í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband