12.4.2008 | 16:45
Ég sá áðan vídjó á youtube:
Þar kemur fram að Toyota Prus eyðir ekkert minna á langkeyrzlu en venjulegur bíll. Jafnvel meira en Dísel BMW. Dularfullt, eða hitt þó. Bíllinn er reyndar sérhannaður til að vera gridlockd, og stendur sig bara ágætlega þannig - sem sagt kyrrstæður, enda þarf bíll ekkert að vera í gangi við slíkar aðstæður.
En hvað um það: Fífl... hálf... bílgreinasambandið, held ég það heiti, heldur því fram að Íslendingar ættu að endurnýja bílaflotann hraðar, til að aka um á umhverfisvænni farartækjum.
Aha?
Þessir gaurar hafa ekki hugsað málið alveg í gegn, held ég, því að bíll sem er tekinn og endurunninn eftir 10 ár er í raun að spúa út meira eitri en bíll sem fær að hanga saman þar til hann er 15 ára, eða betra, til 25 ára.
Þannig er nefnilega mál með vexti, að enginn bíll sem ég veit um eyðir að jafnaði minna en 5 á hundraðið. Og fæstir bílar eru þess eðlis hér á landi. Og á 10 árum er þeim ekið um 150.000 km. Sem gerir ca 1500 lítra af eldsneyti, eða þar um bil, fyrir ekkert of stóran bíl. Það losar fullt af deadly heilsuspillandi stöffi sem heitir NOX, og er fullt af efnum sem enginn nennir að telja upp, enda bara of mörg. Svo er þessi meinlausi koltvísæýringur sem allir hafa svo miklar áhyggjur af, haldani að hann muni bræða af þeim skinnið, drepa mörgæsirnar, siga geimverunum á þau og sökkva svo alheiminum í sæ.
En til að bræða upp þetta tonn af málmi + plast og gúmmí, þá þarf örugglega helling af orku, og jafnvel þó notað væri rafmagn búið til með sólarselum, þá væri útblásturinn frá þeirri aðgerð engin hátíð.
Það eru nefnilega tveir frekar áberandi mengunarbroddar á grafi ferlils líftíma bílsins: þegar hann er framleiddur, og þegar honum er eitt. Þess á milli er útblástur hans sáralítill.
Hvernig væri nú að tefja þann seinni mengunarbrodd, með því að halda bílnum við í 5 ár í viðbót?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ég á einn lítinn sem eyðir lítið, fór tæpa 700 km. í sumar í einum rykk, tók þá bensín og voru það 34,89 ltr., á þessari leið voru nokkrar heiðar og hálsar, s.s. Eyrarfjall, Steingrímsfjarðarheiði, Ennisháls, Vatnskarð, Öxnadalsheiði og Vikurskarð.
Hallgrímur Óli Helgason, 12.4.2008 kl. 17:07
Það eru svona 5 á hundraðið - á langkeyrzlu. Skora á þig að reyna þetta sama innanbæjar. Þessar heiðar og hálsar eiga ekkert í umferðarljós, að ég tali nú ekki smá stopp við kringluna þar sem vélin fær að kólna.
Svo eyðir normal bíll þetta um 20 á hundraðið á stöðugum 20 kmh. En það vill enginn heyra það. Sem er einmitt þar sem hæbriddinn kemur svo sterkur inn.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.4.2008 kl. 17:44
Hef ekki mælt hann nema þetta eina skipti, nota hann eiginlega ekkert innanbæjar hér í Bolungarvík, labba alltaf í vinnu eins og ég er búin að gera í 28 ár, en konan og dóttirin nota hann mikið innabæjar og á Ísafjörð og hef ég þá séð bensínið fjúka, þetta er Toyota Aygo, gefin upp fyrir að eyða 4,6 l/h
Hallgrímur Óli Helgason, 12.4.2008 kl. 23:36
Umboðin gefa alltaf upp langkeyrzlu. Innan bæjar eyðir allt 6-7, og yfir.
Flott að búa á svona stað þar sem maður getur bara labbað allt.
Ásgrímur Hartmannsson, 13.4.2008 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.