Á móti straumnum (því einungus dauðar endur berast með straumnum)

Ef mér skjöplast ekki hryllilega í minninu, þá er vegurinn Reykjavíkurmegin við bifröst afar mjór sveitavegur - eða eins og það heitir víst á Íslandi: Hraðbraut.  Þegar nær dregur Bifröst; þar sem Grábrók gnæfir yfir, er áhugavert hraun, sem ég hef gengið um, og þar er ansi fallegur drullupollur sem ég kann ekki að nefna, en hef skoðað.

Þegar lítil umferð er, er vel hægt að æða þarna um á 150 kmh, ef maður er á sæmilegum bíl.  Ég mæli helst með Benz, þó Citroen C5 komi vissulega sterkur inn, og BMW.  Þó hefur brunnið við að sauðir kaupi sér BMW og keyri þeim niður í fjöru, eða á húsveggi.  Það er ekkert bílnum að kenna, það er sá við stýrið sem veldur.  Bíll ársins 2008 er alveg gerður til að þola smá hreyfingu, jafnvel akstur - ólýkt Landróverunum sem flestir Íslendingar ólust upp með, og voru knúnir áfram af geit.  Geitin í Landróvernum hans afa hét Þuríður.  Hún borðaði einn bagga af heyi fyrir hverja þingmannaleið sem bíllinn fór.

Það er ein góð beygja þarna, sem best er að fara hægt í - jafnvel Ferrari er ekki jafnoki miðflóttaaflsins, og mun enda í skurði, eða á kaffistofunni þarna undir Grábrók, ef ekki er farið rétt með.

Þessi vegur verður ekkert breykkaður.  Munið eftir þessum stórglæsilega og gagnmerka en ónefnda drullupolli sem ég sagði ykkur frá?  Hann er svo merkilegur að það verður seint malbikað yfir hann.

Æsið ykkur nú bara.  Ég er farinn að gefa hömstrunum sem knýja áfram bílinn minn.


mbl.is Ók á 150 km hraða í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband