Hægri hendin segir þeirr vinstri fyrir verkum

Það er lið þarna að mótmæla mótmælum.  Vita þeir hverju þeir eru að mótmæla?  Það kemur ekki fram.

"Yfirvöld í Kína hafa hvatt Kínverja til að taka mótmælaaðgerðum erlendra aðila í landinu með stillingu og sýna þjóðarstolt sitt a yfirvegaðan hátt. Vaxandi reiði gætir meðal almennings í Kína vegna framkomu mótmælenda sem reyndu að spilla hlaupi með Ólympíueldinn á Vesturlöndum." (sic)

Fólk í Kína fær allar fréttir niðursoðnar í gegnum Ríkið.  Sem segir okkur hvað?

"Samkvæmt heimildum kínversku fréttastofunnar Xinhua komu rúmlega 1.000 mann saman við verslun Carrefour í borginni Xian í morgun auk þess sem efnt var til mótmæla við verslanir hennar í Harbinand Jinan.  Í gær mótmæltu hundruð manna framgangi Vesturlandabúa í borgunum Wuhan, Hefei, Kunming og Qingdao. Víða fóru mótmælin fram við verslanir Carrefour." (sic)

Þetta er besta auglýsing sem þetta Carrefour fyrirtæki hefur fengið, nokkurntíma.

En samt - nokkur hundruð manns í Kína?  Það er eins og einhver sem hefði á leið fram hjá Bónus hefði steitt hnefann í áttina að sjoppunni og umlað eitthvað.  Kínverjar voru árið 2004 4500 sinnum fleiri en Íslendingar.


mbl.is Hvatt til stillingar í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Munurinn er sá að Kínverjar vita að þeir fá vitlausar fréttir. Vesturlandabúar halda að þeir fái réttar og óháðar fréttir.

Eirikur (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við höfum aðgang að nokkrum mismunandi fréttaveitum sem við getum orið saman - hér á íslandi er Vísir.is, mbl.is, Gufan, stöð2...

Svo er the guardian, BBC, the times, china daily, anchorage daily news, sidney morning herald (sorprit), the toronto star, the new yorker etc...

Ef eitthvað birtist bara í einum miðli, þá er það annaðhvort local, eða della, en ef það birtist í þremur, og er svipað, þá getur maður treyst sameiginlega þræðinum nokkuð vel.

Það er líka mikilvægt að horfa á al-jazzeera.  Þeir segja hluti sem maður heyrir hvergi annarsstaðar.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.4.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband