Leiðinlegasti staður í heimi

Það er viss fylgni milli þess að staðir séu leiðinlegir og að þar sé há tíðni sjálfsmorða.  Félagslegt vonleysi er annað sem kemur inn í, oftast samtímis.

Þess vegna eru flest sjálfsmorð í hinum vestræna heimi framin í Japan.  Fyrrum austantjaldsþjóðirnar toppa þá svo, með Lettland fremst í flokki.  Fólkið kemst ekkert áfram þar, og það veit það.

Indland státar af afar hárri tíðni líka.  Og aðferðirnar... þegar fólk er farið að drekka þvottalög, þá veit maður að það hefur einbeittan vilja til að kála sér.

Sem leiðir mig aftur að þessum bæ: það er greinilega ekkert á seiði þarna.  Þú getur farið út í sjoppu, og búið.  Og það er örugglega þoka alltaf, með tilheyrandi rigningarúða.

Það sem fólkið þarf er hobbý, og eitthvað til að stefna að. Þeir gætu byggt geimskutlu eða eitthvað.  það er örugglega minna vonlaust en að búa í Wales. 


mbl.is Nýtt sjálfsmorð í welskum bæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hobbý er málið. Það voru eitt sinn þrír ungir piltar í bænum Devon sem dauðleiddist þar ... það var bókstaflega ekkert um að vera þar. Þannig að til að hafa eitthvað að gera þá stofnuðu þeir hljómsveit. Sú hljómsveit heitir Muse.

Björn (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 05:09

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Strax skárra en fótbolti.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.4.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband