Ég gæti ekki búið við þetta kerfi...

Það væri of vandræðalegt.

Það myndi til dæmis valda mér ósegjanlegum pirringi ef ég yrði að samþykkja læknisferðir, og það í einhverju hitabeltislandi, þar sem eru sníkjudýr á hverju strái.

Svo er fjölkvæni leyft þarna líka.  Hvernig fúnkerar það?  Ég sé að fjölkvæni væri alveg perfekt fyrir mig, en þá yrðu konurnar að kunna að keyra - til að geta farið með afkvæmi í skóla og verzlað og allt þetta stöff sem kvenfólk á að gera.  Og vinna.  Því til hvers er fjölkvæni ef það er ekki hægt að sleppa sæmilega ódýrt út úr því?  Ég meina, eins og húsnæðisverð er orðið veitir ekkert af nokkrum konum, þó ekki vlæri til annars en að létta undir afborgununum.  Það fer illa með fólk, kven-og annars kyns að vinna ekki.  Þá staðnar blóðið, og það koma verkir og leiðindi.

Ég fæ amk alltaf hausverk þegar ég er búinn að vera kjur lengi.

Það yrðu náttúrlega skuggahliðar á að vera með nokkrar konur: það er miklu meira af tengdafólki, sem gæti látið sér detta í hug að koma í heimsókn.  Sem þýðir meira rennirí og umstang eftir því sem konunum fjölgar.

Svo er náttúrlega aðal vandinn: tvær konur: vesen; þrjár: slagsmál.  Allavega fyrstu 5-10 árin.

Í Arabíu bætist við pappírsvinna - því þær þurfa jú allar skriflegt leyfi til að fara í göngutúr með börnin.  Og svo bætast við vandræði ef ein þeirra fær kóleru, og þorir ekki aðs egja frá því.  þá er hún bara með kóleru heima við.  Sem er skemmtilegt.

"Sádi Arabía er eins ríki heims þar sem konum er bannað að aka bíl." lalala...

Ekki það að nokkur maður hafi mikil réttindi í Sádí Arabíu.  14 öldin togar... 


mbl.is Konum meinað að fullorðnast í Sádi-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband